Taekwondo
TaekwondoArmann

Þeir Ármenningar sem eru í landsliðinu í tækni eru ekki í neinni pásu þrátt fyrir að erfitt hafi verið um vik að stunda æfingar af fullu kappi í samkomubanni og að þau mót sem framundan voru hafi öll verið felld niður. Þess í stað hafa iðkendur verið duglegir að taka þátt í þeim online mótum sem hafa verið í boði undanfarnar vikur. Nú þegar hafa Ármenningar keppt á fjórum online mótum og staðið sig með prýði. Mótin fara þannig fram að keppendur senda inn upptökur af þeim formum sem þeir keppa í og myndböndum er streymt á netinu á keppnisdegi og dómarar dæma keppendur í rauntíma líkt og væri á „venjulegu“ móti.

Fyrsta mótið og jafnframt fyrsta online mótið í heiminum, var haldið 4. – 10. maí, First Online Daedo Open European Poomsae Championship. Mótið var mjög fjölmennt með um 1.200 keppendum. Þau Álfdís Freyja Hansdóttir, Eyþór Atli Reynisson, Hákon Jan Norðfjörð og Pétur Arnar Kristinsson kepptu öll á þessu móti og stóðu sig vel. Álfdís, Eyþór og Hákon komust öll i undarúrslit í sínum flokkum.

Næsta mót var First Torneio Online Poomsae 2020 í Portúgal 13. – 14. júní en þar var Eyþór Atli eini Ármenningurinn sem skráður var til keppni og vann hann þar til bronsverðlauna í sínum flokki.

Eyþór Atli Reynisson vann til bronsverðlauna á First Torneio Online. Mynd: Lents Taekwondo

Mynd: Tryggvi Rúnarsson / Lents Taekwondo

Þriðja mótið var Online Kwon Open Tournament en það mót var eingöngu fyrir lituð belti. Þar átti Ármann fjóra keppendur, það voru þau Pétur Valur Thors, Þór Chang Hlésson, Eir Chang Hlésdóttir og Snorri Esekíel Jóhannesson.

Síðustu helgi var svo fjórða mótið haldið, Virtual Range Open Poomsae Competition þann 3. – 5. júli en það mót var opið öllum og að þessu sinni átti Ármann hvorki meira né minna en 9 keppendur sem stóðu sig gríðarlega vel og þá sérstaklega Rán Chang Hlésdóttir sem vann til bronsverðlauna. Aðrir Ármenningar sem kepptu á því móti voru Pétur Valur Thors, Eyþór Atli Reynisson, Álfdís Freyja Hansdóttir, Eir Chang Hlésdóttir, Þór Chang Hlésson, Milan Chang og Pétur Arnar Kristinsson.

Rán Chang Hlésdóttir vann til bronsverðlauna á Virtual Range Open. Mynd: Lents Taekwondo

Mynd: Tryggvi Rúnarsson / Lents Taekwondo