Parkour

Fimleikadeild Ármanns bíður upp á Parkour æfingar fyrir strákar og stelpur frá 8-15 ára. Tímabilið er tvískipt eða haustönn (sept-des) og vorönn (jan-maí). Skráning er á armenningar.felog.is inn á biðlista en við tökum inn af honum eftir röð og aldri. Einnig eru í boði styttri sumarnámskeið en þau eru auglýst að vori.

Parkour íþróttin kemur upphaflega frá hernum og gengur út á að komast á milli staða eins fljótt og auðið er. Þetta felur í sér líkamslegan styrk að sigrast á hindrunum á hvaða leið sem er, skapandi og skilvirkt. Í parkour er æft hlaup, klifur, sveiflur, hop, rúlli og stökk.