Kraftlyftingar
kraft

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son vann til gull­verðlauna í rétt­stöðulyftu og bronsverðlauna í sam­an­lögðum ár­angri í +120 kg flokki á heims­meist­ara­mót­inu í kraft­lyft­ing­um sem haldið var í Pil­sen í Tékklandi um helg­ina.

Julian 1011909 667586916586812 379764258 n

Júlí­an lyfti 370 kg í rétt­stöðulyft­unni í ann­arri til­raun sem dugði hon­um til sig­urs og hann varði þar með heims­meist­ara­titil sinn í þess­ari grein. Í þriðju til­raun gerði Júlí­an at­lögu að nýju heims­meti þegar hann reyndi við 400 kg en tókst ekki að koma stöng­inni upp að hnjám. Í hné­beygj­unni lyfti Júlí­an 390 kg og 300 í bekkpress­unni. Hann endaði í þriðja sæti með 1.060 kg í sam­an­lögðum ár­angri.

„Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með þenn­an ár­ang­ur og að enda árið á þenn­an hátt þar sem það hef­ur verið frek­ar erfitt. Ég bjóst ekki við því að vinna til verðlauna þó svo að ég vissi að ég gæti það,“ sagði Júlí­an í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Brjót­ast út úr þreyt­unni

„Þetta var síðasta mót árs­ins hjá mér. Ég er bú­inn að keppa á mörg­um mót­um á þessu ári. Ég er bú­inn að taka þátt í sex mót­um sem er mjög mikið í kraft­lyft­ing­um. Núna taka við létt­ari æf­ing­ar hjá mér næstu tvær til þrjár vik­urn­ar og brjót­ast út úr þreyt­unni. Svo hefst næsta ár með Reykja­vík­ur­leik­un­um en ég reikna ekki með því að keppa á jafn­mörg­um mót­um og ég keppti á á þessu ári. Maður get­ur ekki bú­ist við því að bæta ár­ang­ur sinn oft­ar en einu sinni til tvisvar á ári,“ sagði Júlí­an sem vann til bronsverðlauna í hné­beygju á Evr­ópu­mót­inu í sum­ar og var kjör­inn íþróttamaður Reykja­vík­ur í fyrra.

Ak­ur­eyr­ing­ur­inn Vikt­or Samú­els­son keppti einnig á mót­inu í -120 kg flokki. Vikt­ori tókst ekki að fá gilda hné­beygju og féll því úr keppni í sam­an­lögðu, en hann náði fjórða sæti í bekkpressu með 295 kg

Tekið af MBL.is