Afmæli Glímufélagsins Ármanns var haldið sunnudaginn 10. desember. Í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir góðum árangri á árinu 2023.

Iðkandi ársins

Eyþór Atli Reynisson

Eyþór Atli hefur stundað taekwondo frá unga aldri og unnið til fjölmargra verðlauna í íþróttinni bæði hérlendis og erlendis. Einnig sinnir hann þjálfun bæði yngri og eldri hópa af mikilli fagmennsku og eljusemi og er vel liðinn sem þjálfari af iðkendum á öllum aldri. 

Eyþór Atli hefur um árabil átt fast sæti í landsliði taekwondo í poomsae (form) ásamt því að sinna dómgæslu á öllum mótum sem haldin eru hér innanlands. 

Yfirlit yfir árangur á árinu 2023

Í febrúar var Eyþór Atli valinn til að keppa á German Open. Þar keppti hann bæði í einstaklings flokki og hópa flokki. Í einstaklings flokki komst hann áfram í undanúrslit (top 20) og fékk hæstu einkunn allra Íslendinga á mótinu. Hann komst á pall með bronsverðlaun í hópa flokki ásamt félögum sínum í landsliðinu. 

Í mars var haldið sérstakt mót í formum. Þar fékk Eyþór silfur í einstaklings flokki, gull í para flokki og gull í hópa flokki. 

Á poomsae móti þar sem þar sem danskt landsliðsfólk tók einnig þátt fékk Eyþór brons í einstaklings, hæstur allra Íslendinga. Aðeins 0,02 frá því að vera valinn maður mótsins.

Í para flokki fékk hann silfur og í hópa flokki gull.

Í júní tók Eyþór Atli þátt á Danish Open. Þar keppti hann í einstaklings flokki þar sem hann endaði í 11.  sæti í sterkum 20 manna flokki. Hann keppti einnig í hópa flokki og þar fengu hann og félagar hans gull verðlaun.

Í september fór Eyþór Atli á 6th Bluewave championships þar sem hann endaði með brons í einstaklings flokki með allar einkunnir yfir 7 í tveimur umferðum í 16 manna flokki.

Á Íslandsmótinu í poomsae í október fékk Eyþór Atli gull í einstaklings, með hæstu einkunnir mótsins, silfur verðlaun í para flokki og gull verðlaun í hópa flokki.

Þá var hann valin karlkyns keppandi mótsins.

Í nóvember var haldið bikarmót TKÍ þar sem Eyþór Atli fékk gull í einstaklings flokki með allar einkunnir yfir 7 og með hæstu einkunnir mótsins og var þá einnig valinn maður mótsins

 

Hann var valinn til að fara á Evrópumót Poomsae í Austurríki þar sem niðurstaðan var 8-16 sæti í sterkum 24 manna hóp í single elimination kerfi þar sem hann sigraði keppanda frá Rúmeníu en laut í lægra haldi á móti keppanda frá Frakklandi. Þess má geta að keppandinn frá Frakklandi endaði með silfur í flokknum.

 

Efnilegasti taekwondo iðkandinn

Sebastian Smári Samúelsson

Sebastian Smári er 12 ára og hefur æft taekwondo hjá okkur í Ármann frá því að hann var 6 ára (nýbyrjaður í 1. bekk). 

Sebastian Smári er einstaklega fljótur að læra og hefur á undanförnu ári sýnt miklar framfarir og áhuga. Hann hefur verið duglegur að mæta á æfingar hjá sínum hópi en einnig hefur hann mætt á æfingar sem ætlaðar eru fyrir eldri iðkendur. 

 

Hann tók þátt á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti núna í október og keppti í tveimur greinum, einstaklings og hópa poomsae. Hann varð í þriðja sæti í hópa poomsae með Arnari Frey og Nojus úr Fram. Því miður komst hann ekki á pall í einstaklings poomsae en það var stærsti flokkur mótsins og stóð hann sig mjög vel.

 

Eyþór Atli og Sebastian Smári

Við óskum þeim innilega til hamingju með þessar tilnefningar. 

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með