Mánudaginn 26. febrúar sl. var haldinn aðalfundur taekwondodeildar Ármanns þar sem jafnframt fór fram kosning í stjórn félagsins. Dagbjört Rúnarsdóttir formaður og Antje Dietersdóttir meðstjórnandi gáfu ekki kost á sér að nýju til stjórnarsetu og því ljóst að breytingar yrðu á nýju starfsári. Á aðalfundi var því kjörinn nýr formaður, Grettir Einarsson, sem jafnframt er einn af þjálfurum deildarinnar, og einnig komu tveir nýir inn, þeir Hjalti Kristinsson og Pétur Arnar Kristinsson, sem gegna munu stöðum meðstjórnenda. Kristín Henley Vilhjálmsdóttir er áfram ritari stjórnar og Emma Ingibjörg Valsdóttir gjaldkeri. Einnig voru kjörnir tveir varamenn; þeir Ronald Janssen og Eyþór Atli Reynisson.

Á aðalfundi fór fráfarandi formaður yfir störf deildarinnar á liðnu ári og einnig var ársreikningurinn lagður fram til samþykktar. Fram kom að deildin stendur ágætlega og nýja vefverslunin okkar hefur komið mjög vel út.

Ný stjórn hefur þegar tekið til starfa og hlakkar til að takast á við verkefnið og nýjar áskoranir. Markmiðið verður alltaf að halda uppi góðu starfi í deildinni og láta íþróttina og iðkendur blómstra.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með