Taekwondo
TaekwondoArmann

Krílahópurinn verður með aðeins breyttu sniði í vor. Enn fjölbreyttari æfingar þar sem æfingar verða sameiginlegar með júdókrílunum og önnin lengri en verið hefur.

Vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir 

Opið fyrir skráningar

Haldið var upp á 131 ára afmæli Ármanns á sunnudaginn var og íþróttafólk Ármanns heiðrað fyrir frábært ár.

Um síðustu helgi fóru fram Íslandsmót í formum og bardaga. 

Íslandsmótið í formum var haldið í Ármann og stóðu okkar keppendur sig gríðarlega vel og lönduðu 9 íslandsmeistaratitlum. 

Eyþór Atli og Gerður Eva unnu bæði til gullverðlauna í einstaklinsflokki A 18 ára og eldir og saman tóku þau einnig gullverðlaun í paraflokki A 18 ára og eldri. 

Álfdís Freyja og Hákon Jan unnu til gullverðlauna í einstaklingsflokk A 14-17 ára og saman unnu þau gull í paraflokki A 14-17 ára.

Eyþór, Hákon og Þorsteinn úr UMF Selfoss fengu gullverðlaun í hópaflokki A 18 ára og eldri.

Álfdís Freyja, Gerður Eva og María Guðrún úr Aftureldingu unnu einnig til gullverðlauna í hópaflokki A 18 ára og eldri.

Snorri Esekíel keppti í einstaklingsflokki karla C 14-17 ára og vann til silfurverðlauna.

Rán Chang keppti í einstaklingsflokki kvenna C 12-14 ára og vann þar til gullverðlauna. Hún keppti einnig með bróður sínum Þór Chang í paraflokki C 12-14 ára en því miður náðu þau ekki á pall þar en stóðu sig gríðarlega vel.

Almennar æfingar byrja á morgun miðvikudaginn 8. janúar, samkvæmt stundartöflu.

Frístundahópur byrjar næsta mánudag og kríli verða svo auglýst sérstaklega eins fljótt og við getum.

Búið er að opna fyrir skráningar í alla hópa nema krílin.í dag 11. desember fóru fram beltapróf Taekwondo deildar Ármanns.

Allt frá 10. geup (gul rönd) og upp í 2. geup (tvær svartar rendur) og allt þar á milli.

Allir iðkendur stóðu sig frábærlega og náðu sínum beltum.

Á morgun leggur Eyþór Atli Reynisson land undir fót og fer til Egyptalands. En hann og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir frá Aftureldingu hafa verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á HM Beach í poomsae. Inga Eyþórsdóttir formaður Taekwondodeildar Ármanns fer einnig út sem Head of Team

Eyþór keppir í einstaklings flokki karla undir 30 ára.
María keppir í einstaklings flokki kvenna 30 ára og eldri.

Lisa Lents landsliðsþjálfari er komin til Egyptalands og tekur á móti þeim. Keppnisdagar eru föstudagur og laugardagur.

Óskum þeim góðs gengis.