Taekwondo
TaekwondoArmann

Við vilum benda ykkur á að þó að allar æfingar hafi verið felldar niður í bili þá erum við að setja æfingar á Facebook síðu deildarinnar og á Sportabler sem iðkendur geta gert heima hjá sér á hverjum degi.

Endilega verið með og merkið við eða sendið okkur línu þegar æfingu er lokið. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða uppástungur um hvað mætti gera betur þá ekki vera feimin við að senda okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. okkar eða á Facebook.

 

Aðalfundur TKD deildarinnar verður haldinn í Ármann þriðjudaginn 17. mars kl. 18.

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla um störf deildarinnar á liðnu starfsári
  2. Gjaldkeri leggur fram ársreikning til samþykktar
  3. Stjórnarkjör
  4. Önnur mál

Kveðja
Stjórnin

Almennar æfingar byrja á morgun miðvikudaginn 8. janúar, samkvæmt stundartöflu.

Frístundahópur byrjar næsta mánudag og kríli verða svo auglýst sérstaklega eins fljótt og við getum.

Búið er að opna fyrir skráningar í alla hópa nema krílin.Umræða um tilmæli heilbrigðisyfirvalda til að sporna við útbreiðslu Covid-19 hefur ekki farið framhjá neinum og við gerum það sem í okkar valdi stendur til að fylgja þeim eftir.

Allir snertifletir í Ármann eru nú sótthreinsaðir daglega og búið er að koma fyrir sótthreinsispritti víða um húsið og þar með talið niðri hjá salnum okkar.

Meðan í gildi eru þessi tilmæli heilbrigðisyfirvalda biðjum við ykkur um að:

  1. Sótthreinsa hendur ykkar á leið inn og útúr salnum.
  2. Mæta ekki á æfingar ef þið eruð lasin.
  3. Mæta með eigin hlífar því lánshlífar verða ekki í boði.
  4. Skilja allan búnað sem notaður er á æfingum eftir fyrir utan geymslu því aðeins þjálfarar hafa leyfi til að ganga um geymsluna.
  5. Að vanda endum við á að þakka fyrir góða æfingu en sleppum því að takast í hendur að sinni.

Sjá nánar Tilmæli varðandi Kórónaveirunnar COVID-19

Krílahópurinn verður með aðeins breyttu sniði í vor. Enn fjölbreyttari æfingar þar sem æfingar verða sameiginlegar með júdókrílunum og önnin lengri en verið hefur.

Vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir 

Opið fyrir skráningar

Haldið var upp á 131 ára afmæli Ármanns á sunnudaginn var og íþróttafólk Ármanns heiðrað fyrir frábært ár.