Taekwondo
TaekwondoArmann

Um síðustu helgi fóru fram Íslandsmót í formum og bardaga. 

Íslandsmótið í formum var haldið í Ármann og stóðu okkar keppendur sig gríðarlega vel og lönduðu 9 íslandsmeistaratitlum. 

Eyþór Atli og Gerður Eva unnu bæði til gullverðlauna í einstaklinsflokki A 18 ára og eldir og saman tóku þau einnig gullverðlaun í paraflokki A 18 ára og eldri. 

Álfdís Freyja og Hákon Jan unnu til gullverðlauna í einstaklingsflokk A 14-17 ára og saman unnu þau gull í paraflokki A 14-17 ára.

Eyþór, Hákon og Þorsteinn úr UMF Selfoss fengu gullverðlaun í hópaflokki A 18 ára og eldri.

Álfdís Freyja, Gerður Eva og María Guðrún úr Aftureldingu unnu einnig til gullverðlauna í hópaflokki A 18 ára og eldri.

Snorri Esekíel keppti í einstaklingsflokki karla C 14-17 ára og vann til silfurverðlauna.

Rán Chang keppti í einstaklingsflokki kvenna C 12-14 ára og vann þar til gullverðlauna. Hún keppti einnig með bróður sínum Þór Chang í paraflokki C 12-14 ára en því miður náðu þau ekki á pall þar en stóðu sig gríðarlega vel.

Örfá pláss laus í vinsæla krílahópinn. Æfingar hefjast laugardaginn 14. september og kennd eru 10 skipti til 23. nóvember (engin æfing verður 19. október vegna Íslandsmóts)

Æfingarnar eru frá 10-10:45 á laugardögum.

Nokkrar breytingar á töflunni frá því á síðustu önn en þær miða allar að því að allir fái sem mest útúr æfingum og séu á æfingum sem henta best beltagráðu iðkenda og iðkendur fái því krefjandi og skemmtilegar æfingar sem bæta árangur þeirra.


tkdtimatafla

Stærstu breytingarnar eru þær að æfingar færast til hjá 9-12 ára krökkum, æfinar hjá 6-8 ára börnum verða tvisvar í viku og á sama tíma eru eldri byrjendur sem mæta svo einnig á æfingu á föstudögum þar sem allir eldri hópar eru saman á æfingu.


Frítt að koma og prófa í viku. 


Við hlökkum mikið til að sjá ykkur á mánudag!

Á morgun leggur Eyþór Atli Reynisson land undir fót og fer til Egyptalands. En hann og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir frá Aftureldingu hafa verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á HM Beach í poomsae. Inga Eyþórsdóttir formaður Taekwondodeildar Ármanns fer einnig út sem Head of Team

Eyþór keppir í einstaklings flokki karla undir 30 ára.
María keppir í einstaklings flokki kvenna 30 ára og eldri.

Lisa Lents landsliðsþjálfari er komin til Egyptalands og tekur á móti þeim. Keppnisdagar eru föstudagur og laugardagur.

Óskum þeim góðs gengis.

Nýjung fyrir krakka í hverfinu.

Taewondo deild Ármanns byrjar með æfingar fyrir krakka í 1. og 2. öðrum bekk á frístundatíma.

Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum frá 15:00 - 15:45.

Börnin verða sótt í Laugasel kl 14:45 og fylgt tilbaka sé þess óskað.

Æfingagjöld eru 25.000 kr. fyrir önnina. 

Nánari upplýsingar í síma 779-8217. 

Nú á dögunum var landsliðshópur í formum tilkynntur fyrir Evrópumótið sem fram fer í Tyrklandi dagana 2. – 4. apríl.

Af 7 manna hóp eru 4 Ármenningar.