Taekwondo
TaekwondoArmann
Umræða um tilmæli heilbrigðisyfirvalda til að sporna við útbreiðslu Covid-19 hefur ekki farið framhjá neinum og við gerum það sem í okkar valdi stendur til að fylgja þeim eftir.

Allir snertifletir í Ármann eru nú sótthreinsaðir daglega og búið er að koma fyrir sótthreinsispritti víða um húsið og þar með talið niðri hjá salnum okkar.

Meðan í gildi eru þessi tilmæli heilbrigðisyfirvalda biðjum við ykkur um að:

  1. Sótthreinsa hendur ykkar á leið inn og útúr salnum.
  2. Mæta ekki á æfingar ef þið eruð lasin.
  3. Mæta með eigin hlífar því lánshlífar verða ekki í boði.
  4. Skilja allan búnað sem notaður er á æfingum eftir fyrir utan geymslu því aðeins þjálfarar hafa leyfi til að ganga um geymsluna.
  5. Að vanda endum við á að þakka fyrir góða æfingu en sleppum því að takast í hendur að sinni.

Sjá nánar Tilmæli varðandi Kórónaveirunnar COVID-19