Taekwondo
TaekwondoArmann

Nýjung fyrir krakka í hverfinu.

Taewondo deild Ármanns byrjar með æfingar fyrir krakka í 1. og 2. öðrum bekk á frístundatíma.

Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum frá 15:00 - 15:45.

Börnin verða sótt í Laugasel kl 14:45 og fylgt tilbaka sé þess óskað.

Æfingagjöld eru 25.000 kr. fyrir önnina. 

Nánari upplýsingar í síma 779-8217. 

Nú á dögunum var landsliðshópur í formum tilkynntur fyrir Evrópumótið sem fram fer í Tyrklandi dagana 2. – 4. apríl.

Af 7 manna hóp eru 4 Ármenningar.

Um helgina, fór fram svartbeltispróf TKÍ og þreyttu átta iðkendur prófið. Þrír frá Ármann og fimm frá Keflavík.

Próftakar fyrir 2. dan voru þau

  • Andri Sævar Arnarson, Keflavík
  • Eyþór Jónsson, Keflavík
  • Gerður Eva Halldórsdóttir, Ármann

Próftakar fyrir 3. dan voru

  • Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Keflavík
  • Daníel Arnar Ragnarsson, Keflavík
  • Eyþór Atli Reynisson, Ármann
  • Hákon Jan Norðfjörð, Ármann
  • Kristmundur Gíslason, Keflavík

Nokkrar breytingar á töflunni frá því á síðustu önn en þær miða allar að því að allir fái sem mest útúr æfingum og séu á æfingum sem henta best beltagráðu iðkenda og iðkendur fái því krefjandi og skemmtilegar æfingar sem bæta árangur þeirra.


tkdtimatafla

Stærstu breytingarnar eru þær að æfingar færast til hjá 9-12 ára krökkum, æfinar hjá 6-8 ára börnum verða tvisvar í viku og á sama tíma eru eldri byrjendur sem mæta svo einnig á æfingu á föstudögum þar sem allir eldri hópar eru saman á æfingu.


Frítt að koma og prófa í viku. 


Við hlökkum mikið til að sjá ykkur á mánudag!

Taekwondo er íþrótt fyrir alla.

Aukin styrkur, liðleiki og sjálfstraust. 

Byrjendahópar fyrir börn og fullorðna æfa á sama tíma. Svo foreldrar geta æft á sama tíma og börnin, engar afsakanir. Frábær félagsskapur og öðruvísi æfingar. 

Æfingar hefjast mánudaginn 7. janúar hjá öllum hópum nema krílum sem hefjast þann 26. janúar. 
Sjá nánar á www.armanntkd.com  auglysing

Íslandsmótið í Poomsae fór fram í íþróttahúsi Ármanns laugardaginn. Mótið fór vel fram og var stigakeppnin æsispennandi og fór svo að lokum að Ármann varði Íslandsmeistaratitilinn með aðeins einu stigi.

Ármann átti 13 keppendur á mótinu og unnu þeir samtals til 17 verðlauna, þar af 5 gullverðlauna, 6 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna.

Keppendur mótsins í kvenna- og karlaflokki voru þau Gerður Eva Halldórsdóttir og Hákon Jan Norðfjörð en þau eru bæði Ármenningar.