Taekwondo
TaekwondoArmann

Antje heimsótti Mooto í Þýskalandi í sumar og kom þaðan færandi hendi þar sem Mooto styrkti krakkana okkar sem eru á leiðinni á Heimsmeistaramót í Taiwan um nýja keppnisgalla sem þau fengu afhenta í dag.

Hópurinn leggur af stað næsta laugardag en auk Álfdísar, Gerðar, Hákonar og Eyþórs fara Vigdís, María og Ásthildur frá Aftureldingu og Þorsteinn frá Selfossi.

HMMooto

Í opna tímanum fimmtudaginn 20. september munum við fá til okkar frábæra gestakennara frá Happy Hips.


Athugið að þetta er ætlað þeim sem eru 12 ára og eldri.

Landsliðsþjálfari Íslands í formum hefur tilkynnt þann hóp sem fer fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Taipei í Taiwan.

Fjórir Ármenningar eru í hópnum.

Álfdís Freyja Hansdóttir, Gerður Eva Halldórsdóttir, Hákon Jan Norðfjörð og Eyþór Atli Reynisson:

Æfingar hefjast næsta föstudag (fyrir utan kríli sem hefjast 8.sept og verða auglýst sérstaklega).

Meisam flutti til Bandaríkjanna í haust en í stað hans mun Arnar Bragason taka við sem yfirþjálfari í sparring. Við bjóðum Arnar velkominn í þjálfarateymi Ármanns og hlökkum til komandi annar. Sparring æfingar verða á miðvikudögum hjá öllum flokkum.

Allar frekar upplýsingar má finna með því smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

http://www.armanntkd.com/aefingar-haustid-2018/

Laugardaginn 2. júní var haldið svartbeltispróf hjá Ármanni.

Próftakar voru þau Grettir Einarsson 1. dan, Íris Þöll Hróbjartsdóttir 1. poom og Milan Chang 1. dan.

Allir próftakar stóðust prófið með miklum sóma. Áður höfðu þau einnig staðist skriflegt próf og þrekpróf.

Prófdómarar voru Helgi Rafn Guðmundsson og Meisam Rafiei.

1