Glímufélagið Ármann býður upp á æfingar 60 ára og eldri í fimleikasal félagsins. Okkar helstu markmið er að stuðla að ræktun hreyfibjartsýni til bættrar líkamlegra, andlegra og félagslegra heilsu iðkenda. Tímarnir eru fjölbreyttir með áherslu á grunnhreyfingar í fimleikum.

Boðið er upp á tvær leikfimisæfingar á viku klukkan 11:00 – 12:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Einnig bjóðum við upp á Picleball æfingar á miðvikudögum kl 10:00. Sjá má myndband af Picleball hér: pickleball - Google Search.

Eftir alla tíma er heitt á könnunni og farið yfir þjóðmálin í góðum félagsskap.

Allar æfingar eru að kostnaðarlausu og hvetjum við alla til að kíkja við!

Æfingar fara fram í fimleikasal Ármann við Engjaveg 7 í Reykjavík.

Frekari upplýsingar er hægt fá hjá íþróttafulltrúa félagsins á eidur@armenningar.is.

Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með