Lög og reglur
 • Siðareglur

  Siðareglur þessar gilda fyrir alla félagsmenn sem til lengri eða skemmri tíma starfa fyrir félagið. Siðareglurnar gilda fyrir alla starfsemi í nafni Ármanns jafnt í húsnæði félagsins sem utan þess.

  Stjórnendur Ármanns fylgja verklagsreglum ÍBR varðandi ráðningu starfsmanna, þjálfara og annarra sem koma að starfi félagsins og kynna siðareglurnar fyrir þeim og iðkendum.

  1. Grein. Frumskylda Félagsmenn hafa hagsmuni félagsins að leiðarljósi í orðum og athöfnum og eru félaginu til sóma í öllu starfi á þess vegum.

  2. Grein. Samskipti Félagsmenn bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, búningi félagsins, umhverfi og mannvirkjum. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.

  3. Grein. Jafnræði Félagsmenn stuðla að jöfnum tækifærum félagsmanna og mismuna ekki vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana eða annarrar stöðu.

  4. Grein. Trúnaður Félagsmenn gæta trúnaðar gagnvart einstaklingum um atriði sem þeir verða áskynja í starfi eða við iðkun hjá félaginu. Þeir gæta þess að persónuupplýsingar séu einungis notaðar í málefnalegum tilgangi og að aðgengi að slíkum upplýsingum takmarkist af því.

  5. Grein. Áreiðanleiki Félagsmenn misnota ekki aðstöðu sína í þágu einkahagsmuna. Félagsmenn veita engum sérstaka fyrirgreiðslu á grundvelli persónulegra tengsla.
 • Lög félagsins

 • Jafnréttisreglur

Handbækur deilda
Fimleikar
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með
.uk-breadcrumb > li > span {color: #fff!important;}