Æfingagjöld haust 2024

*Æfingatíminn er 50 mín.
Skilmálar æfingargjalda.
- Ganga þarf frá æfingargjöldum í upphafi annar. Gengið er frá æfingargjöldum inn á sportabler.com. Þar er hægt að ganga frá með frístundarstyrk og skipta greiðslum á greiðsluseðla eða kreditkort.
- Ef ekki er gengið frá æfingargjöldum innan 4 vikna frá upphafi annar áskilur Fimleikadeildin sér rétt til að setja æfingargjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og eða annar kostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.
- Greiðsluseðlar eru með gjaldaga 1. hvers mánaðr og eindaga 15 dögum síðar. Dragist að greiða greiðsluseðil fer hann í innheimtu til Motus.
- Fari kortafærsla ekki í gegn – korti hafnað fer greiðslan á greiðsluseðil í heimabanka viðkomandi korthafa.
- Skilyrði er að gengið sé frá greiðslu æfingagjalda í upphafi tímabils.
- Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang rekstrarstjóra gudrun@armenningar.is
- Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir eftir að einn mánuður eru liðinn af önninni. Iðkandi sem æfir fjórar vikur eða skemur greiðir sem nemur gjaldi fyrir einn mánuð. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef um búferlaflutning og/ eða alvarleg veikindi eða slys er að ræða.
- Æfingagjaldið miðast við þann æfingatímafjölda sem hópur viðkomandi iðkanda æfir á viku. Ekki er veittur afsláttur frá æfingagjaldi vegna árekstra í æfingatöflu við aðrar íþróttagreinar eða tómstundir.
- Mótagjöld og kostnaður vegna keppnis-og æfingaferða eru ekki innifalin í verði.
Fimleikadeild Ármanns.