Dagana 24.-26. mars mun Skíðadeild Ármanns boða til Unglingameistaramóts í alpagreinum í Bláfjöllum en keppt verður í svigi, stórsvigi og samhliðasvigi í flokkum 12-13 ára og 14-15 ára.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á facebook síðu mótsins en hvetjum við alla til að gera sér glaðan dag og mæta í Bláfjöllin og horfa á gott skíðamót. Veitingasala verður í Ármannsskálanum til styrktar foreldrafélagsins og heitt á könnunni. Einnig verður hægt að fylgjast með aðdraganda mótsins á TikTok síðu mótsins en þar munu birtast skemmtileg myndbönd frá keppendum og mótahöldurum.

Hlökkum við mikið til að taka á móti keppendum víðsvegar að af landinu og þökkum staðarhöldurum og starfsmönnum Skíðasvæðanna í Bláfjöllum þá vinnu sem hefur farið í að undirbúa brekkurnar svo hægt sé að halda mótið með sóma. Einnig viljum við þakka styrktaraðilum mótsins sem hafa stutt við bakið á okkur við undirbúning mótsins.

Hlökkum til að sjá sem flesta og áfram Ármann!

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með