Íslandsmeistaramót í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði 2023

Sunnudaginn 24. apríl 2023 var haldið Íslandsmeistaramót í bekkpressu með og án búnaðar í öllum aldursflokkum.

Við í Lyftingadeild Ármanns áttum 10 keppendur á mótinu og tveir af þeim kepptu bæði í klassískri bekkpressu (án búnaðar) og með búnaði.

Keppendur stóðu sig virkilega vel og voru félaginu til sóma.

Jón Sigurður (Nonni) setti nýtt Íslandsmet í -59 kg flokki karla í klassískri bekkpressu með 105 kg lyftu.

Þórunn Brynja setti einnig nýtt Íslandsmet í bekkpressu í búnaði í flokki Master 1 með 115,5 kg lyftu og hlaut stigabikar í flokki öldunga í bekkpressu í búnaði.

Við í Lyftingadeild Ármanns erum afar stolt af okkar keppendum.

Til hamingju með flottan árangur öll.

Heildarúrslit Lyftingadeildar Ármanns

Klassísk bekkpressa

Sofia Krasovskaya, -69 kg opinn fl. =65 kg 3. sæti 

María Guðsteinsdóttir, -69 kg opinn fl. = 55 kg og 4. sæti

Jón Sigurður Gunnarsson, -59 kg opinn fl. = 105 kg, 1. sæti og nýtt Íslandsmet

Arnar Gunnarsson, -74 kg opinn fl. = 120 kg, 2. sæti

Björn Margeirsson, -83 kg opinn fl. = 117,5 kg, 3. sæti

Magnús Elvar Jónsson, -105 kg opinn fl. = 157,5 kg, 2. sæti

Ingvar Daði Þórisson, -83 kg jr. = 120 kg, 1. sæti

Andrés Þór Jóhannsson, -83 kg subjr. DSQ

Þórður Skjaldberg, -105 kg subjr. = 110 kg, 1. sæti

Þórunn Brynja Jónasdóttir, +84 kg M1= 85 kg, 1. sæti

 

Bekkpressa með búnaði

Björn Margeirsson, -83 kg opinn fl.=157,5 kg, 1. sæti

Þórunn Brynja Jónasdóttir, +84 kg M1 =115, 5 kg, 1. sæti og nýtt Íslandsmet, ásamt stigabikar í öldungaflokki í bekkpressu með búnaði.

 

Áfram lyftingar og

Áfram Ármann

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með