Ármenningarnir Þorsteinn Pétursson og Tómas Orri Gíslason gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar á MÍ 15-22 ára utanhúss í flokki pilta 16-17 ára. Mótið var haldið á Kópavogsvelli 9. júní s.l. og alls mættu 12 keppendur frá Ármanni til leiks. Mikið var um verðlaun og persónulegar bætingar í hópnum. Blönduð sveit Ármanns í 4x400m boðhlaupi vann gullverðlaun og setti í leiðinni Íslandsmet en þetta var í fyrsta skipti sem keppt var í þeirra grein á MÍ utanhúss.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með