Alþjóðaleikar Ungmenna (International Children's Games) í Daegu Suður Kóreu dagana 5-10. júlí 2023
Katrín Lóa Ingadóttir og Ylfa Lind Kristmannsdóttir kepptu í sundi fyrir hönd Reykjavíkurborgar á mótinu. Hjalti þjálfari og Lilja Björk voru einnig með í ferðinni. Þau héldu af stað ásamt keppendum og þjálfurum í frjálsum íþróttum og borðtennis í langt ferðalag 5. júlí með millilendingu í Helsinki og Seul og komu svo til Daegu daginn eftir. Mikil umgjörð var í kringum mótið og stórt ævintýri og upplifun að fá að keppa í Daegu sem er 4. stærsta borg Suður Kóreu með 2,5 miljónir íbúa.
Katrín Lóa hóf keppni á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti á 1. degi í 1. grein og 1. riðli í 400m skriðsundi og endaði í 15. sæti af 28, daginn eftir synti hún 200m skriðsund og var 18. af 38 keppendum, hún var aðeins frá bestu tímum sínum í fyrstu tveim sundunum. Í 200m fjórsundi gekk betur, hún var rétt við sinn besta tíma og endaði í 18. sæti af 31. Á lokadegi mótsins keppti Katrín í 200m baksundi, var númer 13. og endaði mótið á að bæta sig. Flottur árangur hjá Katrínu Lóu og góð reynsla til að taka með sér inn í komandi keppnistímabil.
Ylfa Lind vann til 4 verðlauna á mótinu. Fyrir mótið átti Ylfa besta tíman í 100m baksundi og sigraði nokkuð örugglega í greininni. Á degi tvö synti hún 50m bak og 50m skriðsund með mjög stuttu millibili. Eftir spennandi úrslitasund í 50m baksundi kom hún fyrst í mark, tryggði sér gullið og bætti sig í leiðinni, nýtt Ármannsmet leit dagsins ljós á tímanum 30.02 sek. Í skriðsundinu var hörku barátta um verðlaunin, þar vann Ylfa sig upp úr 4. sætinu og endaði í 2. sæti og náði þar með þriðju verðlaununum sínum á mótinu. Á lokadeginum keppti Ylfa svo í 200m baksundi eins og Katrín. Ylfa var númer 2 inn í úrslitin. Hún byrjaði sundið vel og eftir fyrstu 50m var jafntefli um 1 sætið. Mikil spenna var í loftinu og eftir 100m var Ylfa með nauma forystu en 2 sundkonur fylgdu rétt á eftir henni. Við 150m snúninginn leiddi hún ennþá sundið, en naumlega þó og þegar 25m voru eftir var sundið ennþá opið, púlsinn farinn að hækka hjá áhorfendum og óvíst hver færi með sigur að hólmi. Ylfa var harð ákveðinn og hélt forystunni alla leið og þriðja gullið var orðin staðreynd. Mögulega besti árangur reykvísks sundmanns á leikunum til þessa!
Meiriháttar reynsla fyrir þau öll og frábær árangur. Innilega til hamingju með árangurinn Ármenningar
🙂
 
//
 
The International Children's Games were held in Daegu in South Korea 5-10 July 2023.
Katrín Lóa Ingadóttir and Ylfa Lind Kristmannsdóttir from Ármann Swimming Club competed in the swimming events as the representatives of the City of Reykjavík. Hjalti, the Head Coach of the club, and Lilja Björk accompanied them at the competition. They set off on the long journey on 5 July, with the competitors and coaches in athletics and table tennis, changing flights first in Helsinki and then in Seoul before arriving in Daegu the next day. It was quite an experience to compete in Daegu, which is the fourth largest city in South Korea with 2.5 million residents.
Katrín Lóa started her first international games in the first heat of the first event on the first day, in 400m freestyle, where she ended in 15th place out of 28 competitors. The next day she placed 18th out of 38 competitors in 200m freestyle, and was slightly slower than her best pace in both races. In 200m medley she was around her best pace and finished in 18th place out of 31 competitors. On the final day she competed in 200m backstroke where she swam a personal best time and finished in 13th place. Excellent results, and valuable experience for Katrín Lóa to take into the next season.
Ylfa Lind won four medals at the competition. Going into the competition she had the best time in 100m backstroke and won fairly comfortably. On the second day she swam 50m backstroke and 50m freestyle with only a short break between races. In an exciting final in the 50m backstroke she came first, winning gold and setting a new club record of 30.02 seconds. There was a fierce competition in the freestyle for medal places, and Ylfa Lind came from fourth place to end in second and win her third medal of the games. On the final days Ylfa swam in 200m backstroke like Katrín. Going into the final she was in second place. She started well and after the first 50m was tied for first place. There was a lot of tension, and after 100m Ylfa had a slight lead but with two swimmers closely behind. She continued to lead after 150m with a slight margin, and the race was still open into the final 25m. As pulses raced amongst the spectators she showed determination to hold her lead and secure her third gold medal of the games, which is possibly the best achievement of any Reykjavík swimmer at the International Children's Games!
It was excellent experience for all involved, and great results. Congratulations!
🙂
Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með