Karl Sören Theodórsson, Ármenningur, gerði góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ nú um helgina þar sem hann bætti 19 ára gamalt Íslandsmet í stangarstökki utanhúss í flokki 14 ára pilta með stökk upp á 3,47m. Karl bætti reyndar metið 2. ágúst síðastliðinn með stökk upp á 3,26m en bætti það svo enn frekar á Unglingalandsmótinu. Fyrra metið var 3,15m og það átti Ólafur Oddsson, HSK. Það má því segja að Karl Sören sé heldur betur búinn að vera á flugi í sumar :-)

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með