Opnað hefur verið fyrir skráningu í íþróttarútu félaganna. Skráning fer fram hér: Armann - Íþróttarúta | SHOP | Sportabler. 

Keyrt verður eftir sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. 

 

Kæru foreldrar

Eins og margir foreldrar hafa tekið eftir að þá er ekki búið að opna fyrir skráningu íþróttarútu Ármanns og Þróttar. Svo það sé strax tekið tekið fram að þá hafa félögin fullan hug á að rútan gangi líkt og undandarin ár.

Til að gera langa sögu stutta þá ákvað rútufyrirtækið sem sinnti þjónustunni á síðasta árið að hækka gjaldið til muna sem félögin ráða ekki við. Eftir að við fengum þessar upplýsingar höfum við unnið að því að finna nýjan aðila sem hefur ekki gengið.

Staðan á rútumarkaðnum er býsna snúin þar sem ekki er mikill áhugi á að sinna þjónustu af þessu tagi en mikið af ferðamönnum er á landinu og rútur fráteknar. Við höfum átt erfitt með að fá tilboð í þjónustuna okkar. Þau fáu tilboð sem hafa komið myndu þýða umtalsverðar verðhækkanir og viljum við eftir fremsta megni koma í veg fyrir að það gerist.

Af þeim sökum hefur ekki verið opnað fyrir skráningu og ljóst að einhver töf verður á að íþróttarúta Ármanns og Þróttar hefji göngu sína.

Félögin eru að vinna að því að leysa þetta og hafir þú ábendingu um aðila sem gerir út rútu sama hversu stóra eða smáa ekki hika við að senda ábendingu á eidur@armenningar.is eða hallur@trottur.is . 

Með von um að málið leysis eins fljótt og auðið er.

Kær Kveðja,

 

Eiður Ottó

Íþróttastjóri Ármann

Hallur Hallsson

Íþróttastjóri Þróttar

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með