Nú er leiktímabilið í 1. deildum karla og kvenna hafið. Síðasta föstudag var fyrsti heimaleikur strákanna. https://www.instagram.com/p/CyVsMeiIS0U/
Það var vel mætt og skemmtileg stemmning í Höllinni. Við byrjuðum illa gegn sterku liði en náðum að klóra í bakkann og það var gaman að fylgjast með ungum og efnilegum leikmönnum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Í kvöld er svo fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna. Stelpurnar mæta liði Keflavíkur b sem er skipað mörgum efnilegum leikmönnum og það má búast við spennandi leik. Fyrsti leikur stelpnanna var gegn ÍR þar sem þær unnu öruggan sigur á útivelli. Umfjöllun um þann leik má finna hér: https://www.instagram.com/p/CyJLyRvoxa6/?img_index=1

Það er virkilega gaman að vera komin í Laugardalshöllina. Við lýsum hana upp í Ármannslitum á leikdegi og höfum metnaðarfulla sjoppu, trommur, fána og fleira skemmtilegt. Við bjóðum öllum á grunnskólaaldri frítt á leikina okkar og erum með frábær tilboð á árskortum. Þau er hægt að kaupa hér: https://stubb.is/armann


Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með