Hefur þú áhuga á að aðstoða fimleikadeildina á Aðventumóti Ármanns?

Aðventumót Ármanns hefur verið árlegur viðburður fimleikadeildarinnar í fjölda ára. Aðventumótið er

mest sótti viðburður deildarinnar. Mótið er gríðarlega vinsælt og hlakkar krökkum bæði úr

Ármanni og öðrum félögum til þess að keppa á mótinu. Markmiðið er að ná til yngri

iðkenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í fimleikum. Við viljum leggja upp úr því að allir

geti tekið þátt á fimleikamóti, fengið viðurkenningu og finni fyrir því að þeir geti keppt í

sinni íþrótt óháð getustigi. Í ár verður mótið í fyrsta skipti á tveimur helgum, 1.-3. des. verður

keppt í áhaldafimleikum og helgina 8.-10. des. verður keppt í hópfimleikum.

Til þess mótið gangi verður deildin að fá sjálfboðaliða til aðstoðar. Verkefnin eru bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Skráning sjálfboðaliða er hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfIS-4ehBjFQi6_OHo_mVdVhdxio0D_G0a8lMi8XjGr_D726Q/viewform?usp=sf_link

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með