Sunnudaginn 22.október var bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands haldið í Mosfellsbæ. Við Ármenningar áttum 7 kraftmikla keppendur á mótinu sem allir stóðu sig vel. Á bikarmótum er eingöngu keppt í opnum flokki og þyngdarflokkum, ekki aldursflokkum. Nokkrir ungir Ármenningar voru að keppa á sínu fyrsta móti og það er óhætt að segja að það er mikill kraftur í okkar keppendum.

Helstu niðurstöður voru:

Snorri Steinn Ingólfsson keppti á sínu fyrsta þrílyftumóti. Hann keppir í -83 kg flokki og endaði í þriðja sæti í flokknum með seríuna: Hnébeygja 155 kg, bekkpressa 102,5 kg og réttstöðulyfta 190 kg. Samanlagt 447,5 kg. Snorri bætti persónulegan árangur sinn á móti bæði í bekkpressu og réttstöðulyftu.

 

Ívar Máni Hrannarsson (05) keppti á sínu fyrst lyftingamóti og átti stórgott mót, keppti í -83 kg flokki og endaði í fjórða sæti. Hann var með allar lyftur gildar á mótinu. Hann tók seríuna: Hnébeygja 120 kg, bekkpressa 90 kg og réttstöðulyfta 150 kg. Samanlagt 360 kg sem er mjög góður árangur á fyrsta móti.

 

Helgi Briem yfirþjálfari deildarinnar (62) keppti í -93 kg flokki. Keppnisferill Helga er talinn á áratugum en ekki árum. Hann endaði í þriðja sæti í flokknum og tók seríuna: Hnébeygja 165 kg, bekkpressa 130 kg og réttstöðulyfta 210 kg. Samanlagt 505 kg. Hnébeygjan og bekkpressan eru Íslandsmet bæði í master 2 og master 3 aldursflokkum og réttstöðulyftan er Íslandsmet í master 3 aldursflokknum. Til hamingju með Íslandsmetin.

 

Kristófer Máni Sveinsson (06) keppti í -93 kg flokki og endaði í fimmta sæti í flokknum. Kristófer hóf keppni á þessu ári og hefur tekið miklum bætingum á árinu. Á mótinu tók hann seríuna: Hnébeygja 150 kg, bekkpressa 92,5 kg og réttstöðulyfta 160 kg. Samanlagt 402,5 kg sem er bæting um 62,5 kg frá síðasta móti.

 

Magnús Dige Baldursson (87) keppti í -105 kg flokki og endaði í fjórða sæti í flokknum. Hann átti frábært mót með allar lyftur gildar á mótinu. Hann tók seríuna: Hnébeygja 197,5 kg, bekkpressa 115 kg og réttstöðulyfta 212,5 kg. Samanlagt 525 kg.

 

Kolbeinn Óli Gunnarsson (06) keppti í -105 kg flokki á sínu fyrsta lyftingamóti. Hann endaði í fimmta sæti í flokknum með allar lyftur gildar. Hann tók seríuna: Hnébeygja 160 kg, bekkpressa 115 kg og réttstöðulyfta 180 kg. Samanlagt 455 kg sem er stórgóður árangur á fyrsta móti.

 

Herbert Vilhjálmsson (87) keppti í +120 kg flokki og endaði í öðru sæti. Herbert hóf keppni á þessu ári og hefur tekið miklum bætingum. Hann tók seríuna: Hnébeygja 225 kg, bekkpressa 130 kg og réttstöðulyfta 242,5 kg. Samanlagt 597,5 kg sem er bæting um 12,5 kg frá síðasta móti og um 32,5 kg á árinu.

 

Allir keppendur, þjálfarar og aðstoðarmenn Lyftingadeildar Ármanns voru til fyrirmyndar á mótinu og félaginu sínu til sóma. Áfram Ármann og Áfram lyftingar.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með