Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Afmæli Glímufélagsins Ármanns var haldið sunnudaginn 10.desember en Ármann verður 135 ára þann 15.desember næstkomandi. Í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir góðum árangri á árinu 2022 og merkjaveitingar fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Hér má sjá þá sem hlutu nafnbótinu efnilegasta og þá sem sköruðu hvað mest fram úr í sinni deild:
Fimleikamaður Ármanns:
Jón Sigurður Gunnarsson
Efnilegasti fimleikamaður Ármanns:
Rökkvi Kárason
Frjálsíþróttamaður Ármanns:
Kristján Viggó Sigfinnsson
Efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns:
Karl Sören Theodórsson
Judomaður Ármanns:
Karl Stefánsson
Efnilegasti judomaður Ármanns:
Eyja Viborg
Körfuknattleiksmaður Ármanns:
Jónína Þórdís Karlsdóttir
Efnilegasti körfuknattleiksmaður Ármanns:
Kári Kaldal
Lyftingamaður Ármanns:
Björn Margeirsson
Efnilegasti lyftingamaður Ármanns:
Ragnar Ingi Ragnarsson
Sundmaður Ármanns:
Ylfa Lind Kristmannsdóttir
Efnilegasti sundmaður Ármanns:
Katrín Lóa Ingadóttir
Skíðamaður Ármanns:
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Taekwondomaður Ármanns:
Eyþór Atli Reynisson
Efnilegasti taekwondomaður Ármanns:
Sebastian Smári Samúelsson
Jafnfram voru valin íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasti iðkandi Ármanns.
Íþróttakarl Ármann er Judomaðurinn Karl Stefánsson. Karl hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og stefnir ótrauður hærra á styrkleikalistum Alþjóðajudosambandsins. Karl er einn besti judomaður á Íslandi í yfir 100kg flokknum og vann á árinu fjölda landsmóta, þar á meðal Íslandsmeirstaramót, vormót og haustmót JSÍ. Á undanförnum mánuðum hefur hann lagt land undir fót og keppt meðal annars á opna Afríku- og Asíumótinu en þar endaði hann í 3 og 5 sæti sem er er frábær árangur á virkilega sterkum mótum. Karl hefur verið sýnt miklar framfarir á undanförnum árum og bætt sig mikið. Það má með sanni segja að spennandi verður að fylgjast með honum á Ólympíu árinu sem er að fara ganga í garð og aldrei að vita hvort hann verði ekki á meðal keppenda í París.
Íþróttakona Ármanns er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir skíðakona. Hún A-landsliðskona í alpagreinum og hefur æft skíði síðan hún var 4 ára gömul. Hún hefur mikinn metnað og áhuga á að ná árangri en jafnframt er það að vera á skíðum eitt það skemmtilegasta sem að hún gerir. Í gegnum árin hef hún tileinkað sér eiginleika og færni sem eru nauðsynlegir til að skara fram úr í íþróttum með mikilli ástríðu og vinnusemi. Reynsla hennar úr keppnisheiminum gerir hana meðvitaða um þá miklu vinnu og undirbúning sem þarf til að standa sig á hæsta stigi íþróttarinnar sem hún vill sýna með árangri á næstu árum. Hún hefur verið að bæta stöðu sína á heimslista jafnt og þétt undanfarið með góðum árangri. Hún varð meðal annars í 3.sæti í bruni á slóvenska meistaramótinu og 2.sæti í stórsvigi á danska meistaramótinu. Hún hefur verið glímt við meiðsli undanfarið sem hefur sett smá strik í reikninginn en enga síður hefur hún verið að þróast á þeim tíma og náði t.a.m. sínum langbesta árangri í bruni í lok mars og í apríl náði hún sínum besta árangri í stórsvigi. Hófí er frábær íþróttakona og fyrirmynd sem er með skýr markmið um það hvert hana langar að fara og hvernig hún ætlar að gera það. Þegar hún er á landinu er hún alltaf sýnileg og tilbúin að gefa af sér til yngri iðkenda. Takk Hófí
Efnilegasti iðkandi Ármanns er fimleikamaðurinn Rökkvi Kárason. Hann hefur sýnt gríðarlega mikin metnað í fimleikum frá því hann byrjaði í íþróttinni. Hann var í vor valin í unglingalandsliðið og keppti á norðurlandamótinu í Helsinki fyrir Íslands hönd og gerði það eftirminnilega með því brjóta svifrána með kraftmikilu afstökki. Hann keppti á öllum helstu mótum innanlands og náði flottum árangri. Hann er mikill félagsmaður og alltaf boðinn og búinn til að aðstoða deildina eða félaga í salnum. Framtíðin er svo sannarlega þín.
Úthlutað var úr Afrekssjóði Ármanns en í ár fór upphæðin upp 840.000 krónur og voru 12 iðkendur styrktir.
Þau eru:
· Eyja Viborg - Judodeild
· Eyþór Atli Reynisson – Taekwondodeild
· Hjördís Birna Ingvadóttir - Skíðadeild
· Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Skíðadeild
· Ingeborg Eide Garðarsdóttir - Frjálsíþróttadeild
· Jón Gunnar Sigurðsson - Fimleikadeild
· Karl Stefánsson - Judodeild
· Kristján Viggó Sigfinnsson - Frjálsíþróttadeild
· Magnús Sigurðsson – Körfuknattleiksdeild
· Rökkvi Kárason - Fimleikadeild
· Sara Mjöll Jóhannsdóttir - Skíðadeild
· Ylfa Lind Kristmannsdóttir - Sunddeild
Merkjanefnd var að störfum og voru alls 12 manns sem átti að heiðra en ekki áttu allir heimangengt að þessu sinni en þeir verða nældir við gott tilefni.
Gullmerki:
· Sigurður Ingólfsson – Körfuknattleiksdeild
· Rúnar Vernharðsson – Körfuknattleiksdeild
· Guðmundur Sigurðsson – Körfuknattleiksdeild
Silfurmerki:
· Katrín Ellý Björnsdóttir – Sunddeild
· Sigrún Jónasdóttir – Sunddeild
· Harpa Þórðardóttir – Skíðadeild
· Hrafnhildur Haraldsóttir – Skíðadeild
· Inga Kristjönudóttir – Skíðadeild
· Sandra Sif Morthens - Skíðadeild
Stjórn Glíumufélagsins Ármanns óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn á árinu og viðurkenningarnar. Við erum virklega lánssöm að hafa svona mikið frambærilegu og flottu fólki í kringum félagið okkar.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951