Aðalfundur taekwondo deildar Ármanns verður haldinn í æfingasal deildarinnar mánudaginn 26. Febrúar 2024 kl. 18:30

Allir félagsmenn og/eða forráðamenn barna sem hafa greitt æfingagjöld hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Við hvetjum alla til að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í að byggja upp og efla taekwondo deildina.

Tveir stjórnarmenn gefa ekki kosta á sér til áframhaldandi setu í stjórn, því vantar okkur nauðsynlega fleiri inn í stjórn deildarinnar til að fyrirbyggja að hún verði undirmönnuð.

Dagskrá fundarins:

1. Skýrsla um störf deildarinnar á liðnu starfsári

2. Gjaldkeri leggur fram ársreikning til samþykktar

3. Kosning

          a)    formanns

          b)    gjaldkera

          c)     meðstjórnenda

          d)    varamanna

4. Önnur mál

 Með kveðju,

Stjórnin

 

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með