Á mánudagskvöld verður lokaumferð 1. deildar karla leikin. Það er áhugaverð staða komin upp því að strákarnir okkar eiga möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni ef þeim tekst að sigra topplið KR. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að með því að sigra KR væri líklegt að við myndum fá þá sem andstæðinga í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ef KR sigrar hafa þeir tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Subway deildinni á næsta tímabili.

Leikurinn verður í Laugardalshöll og það má búast við góðri mætingu frá KR-ingum en við ætlum að sjálfssögðu að fjölmenna og styðja strákana okkar til sigurs!

Í hálfleik ætla svo iðkendur yngri flokka að stíga inn á völlinn og sína listir sínar.

Það verða pizzur í sjoppunni ásamt öðru góðgæti og miðjuskot á milli leikhluta þar sem páskaegg verður í boði ef heppinn áhorfandi hittir.

Mætum öll á völlinn á mánudaginn!

Miðar er hægt að kaupa í Stubbi eða á staðnum.
https://stubb.is/events/nKe3ao

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með