Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns var haldinn miðvikudaginn 23.mars en jafnframt voru veittar viðurkenningar fyrir góðum árangri á árinu 2021 og merkjaveitingar fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Ákveðið var að fresta afmæli félagsins í Desember vegna Covid og var því sérstaklega ánægjulegt að hittast aftur og geta veitt viðurkenningar til okkar frábæra íþróttafólks og sjálboðaliða. 

Hér má sjá þá sem hlutu nafnbótinu efnilegasta íþróttafólk sinna deilda.

Frá vinstri: Pétur Valur Thors, Taekwondodeild, Þorkell Breki Gunnarsson, Skíðadeild, Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Sunddeild, Magnús Indriði Benediktsson, Fimleikadeild, Hekla Magnúsdóttir, Frjálsíþróttadeild, Eyja Viborg, Judodeild og Guðrún Harðardóttir Formaður Ármanns. Á myndina vantar Hlyn Sigurðsson frá Kraftlyftingadeild og Sævar Loc Ba Huynh frá Körfuknattleiksdeild.

Hér má sjá þá sem hlutu nafnbótina íþróttfólk sinna deilda.

Frá vinstri: Eyþór Atli Reynisson, Taekwondodeild, Sturla Snær Snorrason, Skíðadeild, Jón Sigurður Gunnarsson, Fimleikadeild, Kristján Viggó Sigfinnsson, Frjálsíþróttadeild, Sveinbjön Jun Iura, Judodeild, Júlían J.K. Jóhannsson, Kraftlyftingadeild, Katla Mist Bragadóttir, Sunddeild og Guðrún Harðardóttir formaður Ármanns. Á myndina vantar Gunnar Ingi Harðarsson frá Körfuknattleiksdeild.

Jafnfram voru valin íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasti íþróttamaður Ármanns.

 

Íþróttakarl Ármanns er Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður. Hann hefur verið konungur íslenskra kraftlyftinga í áratug. Árið 2021 var erfitt keppnisár að mörgu leyti, vegna Covid faraldurs, en þó náði Júlían að keppa tvisvar á árinu og náði stórkostlegum árangri. Í janúar keppti hann í klassískum kraftlyftingum á RIG og tók 320kg í hnébeygju, 192.5kg í bekkpressu og 355kg í réttstöðulyftu, samanlagt  867.5kg. Aðeins frá hans besta en þó nóg til að taka gullið. Í  ágúst tók hann svo þátt í Evrópumeistaramótinu í búnaði í Tékklandi og tók 400kg í hnébeygju, 315kg í bekkpressu og 390kg í réttstöðulyftu, 1105kg samanlagt. Júlían náði 3. sæti og er það einn besti árangur sem Íslendingur hefur náð á alþjóðamóti. Í nóvember tók hann svo þátt í Heimsmeistaramótinu í búnaði í Noregi. Það gekk ekki vel, en þó náði hann að sigra og verða heimsmeistari í réttstöðulyftu, 5. árið í röð, með 380kg. Í sumar setur Júlían stefnuna á heimsleikana í kraftlyftingum sem er haldið á fjögra ára fresti og heimsmeistaramótið.

 

Íþróttakona Ármanns er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir skíðakona. Hún A-landsliðskona í alpagreinum og hefur æft skíði síðan hún var 4 ára gömul. Keppnistímabilið 2021 var hennar besta á ferlinum hingað til. Hún keppti víðsvegar um Evrópu og náði 20x í topp 10 og 10x á verðlaunapall, þar af 4 sigra á alþjóðlegum FIS mótum. Hún sigraði finnska ungmenna meistaramótið í stórsvipi, belgíska meistaramótið í stórsvigi og danska meistaramótið í svigi. Ásamt þessum stórkostlega árangri er hún eini Íslendingurinn sem er á topp 500 á heimslista í þremur greinum. Síðast mót hennar voru Ólympíuleikarnir í Peking þar sem hún getur verið stolt af sínum árangri en hún lauk þar keppni með sínum besta árangri í risasvigi hingað til.

Efnilegasti íþróttamaður Ármanns er frjálsíþróttakonan Hekla Magnúsdóttir. Hún er afar fjölhæfur íþróttamaður. Á árinu 2021 varð hún Íslandsmeistari í flokki 15 ára stúlkna í sjö greinum auk þess sem hún vann tvenn brons og tvenn silfurverðlaun. Á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum vann Hekla silfurverðlaun í flokki 15 ára stúlkna. Hekla tryggði sér með árangri sínum á árinu sæti í Úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands í þremur greinum. Hekla var öflug í bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri innan og utanhúss. Stúlkurnar með Heklu í fararbroddi sigruðu stigakeppnina á báðum mótunum auk þess sem Ármann sigraði heildarstigakeppnina innanhúss. Sterkustu greinar Heklu eru hástökk, kúluvarp og grindahlaup. Hekla er afar góður liðsfélagi og stundar æfingar af mikilli samviskusemi.  

Frá vinstri: Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingadeild, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir ( systir hennar hún Harpa María kom fyrir hennar hönd ) Skíðadeild, Hekla Magnúsdóttir Frjálsíþróttadeild.      

Merkjanefnd var að störfum og voru alls 15 manns sem átti að heiðra en ekki áttu allir heimangengt að þessu sinni en þeir verða nældir við gott tilefni.

 

Gullmerki:

 • Freydís Halla Einarsdóttir, Skíðadeild.
 • Sturla Snær Snorrason, Skíðadeild.
 • Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Skíðadeild.
 • Kári Jónsson, Frjálsíþróttadeild.
 • Örvar Ólafsson, Frjálsíþróttadeild.
 • Freyr Ólafsson, Frjálsíþróttadeild.
 • Jakob Kristinsson, Fimleikadeild.

Silfurmerki:

 • Mioslaw Adam Zyrek, Skíðadeild.
 • Szymon Kraciuk, Skíðadeild.
 • Bryndís Haraldsdóttir, Skíðadeild.
 • Kristín Ívarsdóttir, Fimleikadeild.
 • Dagbjört Rúnarsdóttir, Taekwondodeild.
 • Grettir Einarsson, Taekwondodeild.
 • Sveinbjörn Jun Iura, Judodeild.

Bronsmerki:

 • Hjördís Birna Ingvadóttir.

Frá vinstri: Elísabet Halldórsdóttir veitti viðtöku fyrir Örvar Ólafsson, Freyr Ólafsson, Kári Jónsson, Harpa María Friðgeirsdóttir veitti viðtöku fyrir Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur, Hjördís Ingvadóttir veitti viðtöku fyrir Hjördísi Birnu Ingvadóttur, Jakob Kristinsson, Sveinbjörn Jun Iura, Freydís Halla Einarsdóttir, Sturla Snær Snorrason og Guðrún Harðadóttir Formaður Ármanns. Á myndina vantar Miroslaw Adam Zyrek, Szymon Kraciuk, Bryndísi Haraldsdóttur, Kristínu Ívarsdóttur, Dagbjörtu Rúnarsdóttur og Gretti Einarsson.

Stjórn Glíumufélagsins Ármanns óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn á árinu og viðurkenningarnar. Við erum virklega lánssöm að hafa svona mikið frambærilegu og flottu fólki í kringum félagið okkar.

Hér má sjá hluta af Aðalstjórn Ármanns sem hefur endurnýjað umboð sitt.
Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með