Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Ármannskonur náðu í góðan útisigur í kvöld þegar þær unnu Snæfell 66-102.
Ármann eru því efstar í deildinni eftir að hafa unnið 4 fyrstu leiki sýna nokkuð örugglega.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Ármann því Snæfell komst í 8-0. Karl Höskuldur tók leikhlé og Ármann skoraði 12 stig í röð eftir leikhléið og enduðu fyrsta leikhluta með góða forystu 16-27.
Snæfellskonur gáfust ekki upp og sýndu hvað þær gátu í öðrum leikhluta. Þær spiluðu feiknavel í og náðu að komast yfir um miðjan leikhlutann 35-32. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir var fyrri hálfleiks en Aníka Linda kom Ármanni 7 stigum yfir með glæsilegri körfu þar sem hún sneri af sér varnarmenn Snæfells og skoraði áður en flautan gall. Staðan í hálfleik 41-48 fyrir Ármann.
Það var greinilegt að lið Ármanns fór vel yfir málin í hálfleik því þær komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og kláruðu leikinn í þriðja leikhluta. Þær unnu leikhlutann 11-34 og þar með var ljóst að Snæfell næði ekki að koma til baka. Leik lok með öruggum sigri Ármanns.
Ármannsstelpurnar skiptu álaginu vel á milli sín. Fanney Ragnarsdóttir var stigahæst fyrir Ármann með 23 stig, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir var með 21 stig og 9 fráköst, Jónína Þórdís tók 17 fráköst og skoraði 9 stig, Alarie Mayze var með 17 stig, 8 stolna bolta og 6 stoðsendingar og Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoraði 16 stig.
Hjá Snæfelli skoraði Danielle Elisabeth Shafer 23 stig og Carlotta Ellenrieder tók 21 frákast og skoraði 13 stig.
Fyrri hálfleikur þessa leiks var sá erfiðasti hingað til fyrir Ármann en þær sýndu hvað þær geta í seinni hálfleiknum. Liðið hefur mikla breidd og það getur verið erfitt fyrir andstæðinga að halda út gegn þeim í fjóra leikhluta.
Næsti leikur hjá stelpunum verður 8. nóvember í Laugardalshöllinni þegar Stjarnan kemur í heimsókn.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951