Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Það var stórleikur í 1. deild kvenna í dag. Ármann tók á móti KR í Laugardalshöllinni. Þessi lið hafa borið af í deildinni hingað til og höfðu bæði unnið alla leiki sína. Efsta sæti deildarinnar var því í húfi í dag.
Leikurinn var jafn í byrjun en Ármann náði ágætu forskoti í öðrum leikhluta. KR náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta en Ármann náði aftur að auka muninn í 10 stig og lönduðu gífurlega mikilvægum sigri 83-74. Ármann er því í efsta sætinu einar með 7 sigra í 7 leikjum.
Liðin eiga eftir að mætast aftur tvisvar sinnum í deildinni. Síðustu ár hafa leikir liðanna verið jafnir og spennandi og það má búast við að barátta þeirra verði áfram skemmtileg. Næsti leikur verður á heimavelli KR en svo mætast þau í lokaumferð deildarinnar í Laugardalshöllinni í vor.
Birgit Ósk Snorradóttir var gífurlega kröftug fyrir Ármann í leiknum. Hún skoraði 30 stig, tók 9 fráköst og spilaði frábæra vörn allan leikinn. Jónína Þórdís skilaði tröllaþrennu og var með 16 stig, 16 fráköst og 14 stoðsendingar. Alarie Mayze skoraði 23 stig og Hildur Ýr átti góðan leik með 12 stig af bekknum.
Hjá KR var Anna María Magnúsdóttir mjög kröftug. Hún skoraði 21 stig í leiknum og reyndist Ármenningum oft á tíðum erfið. Rebekka Rut var einnig með 21 stig fyrir KR.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951