Sigurganga Ármanns í 1. deild karla hélt áfram í dag. Strákarnir mættu liði Selfoss í Laugardalshöllinni og náðu að sigra 99-86. Þar með er Ármann áfram í fyrsta sæti deildarinnar ásamt Sindra með 7 sigra í 8 leikjum.

Selfyssingar létu Ármann hafa fyrir sigrinum og héldu leiknum jöfnum fram í fjórða leikhluta. Góður lokakafli Ármanns með Cedric Bowen í fararbroddi gerði þó út um leikinn í lokin.

Zach Naylor átti stórleik fyrir Ármann. Hann skoraði 29 stig, tók 19 fráköst og sendi 7 stoðsendingar í leiknum. Skotnýtingin hans var góð og hann skilað 45 framlagspunktum. Zach hefur varið vaxandi í síðustu leikjum og aðrir leikmenn liðsins hafa haldið áfram að skila góðri frammistöðu og liðið er því farið að líta mjög vel út.

Arnaldur Grímsson skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Ármann, Adama Darboe sendi 17 stoðsendingar og skoraði 11 stig og Cedric Bowen bætti við 19 stigum. Frosti Valgarðsson var líka með flottan leik, 15 stig 5 fráköst og 5 stoðsendingar. 

Hjá Selfossi var Follie Bogan með 29 stig og 8 fráköst og Ísak Júlíus Perdue var með 22 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst. 

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með