Ármann gerði góða ferð í gærkvöldi á Höfn og mætti Sindra í uppgjöri toppliða 1. deildar karla. Það var pakkað í húsinu og frábær stemning enda mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Jafnræði var með liðunum í byrjun en í hálfleik tókst Ármenningum að byggja upp smá forskot. Þeir héldu því að mestu fram í fjórða leikhluta þegar Sindri náði að nálgast með mikilli baráttu og halda mikilli spennu í leiknum fram á lokamínúturnar. Ármann náði þó að landa gífurlega mikilvægum sigri á erfiðum útivelli og sigruðu 88-92.

Arnaldur Grímsson var stigahæstur Ármenninga með 27 stig. Cedric Bowen skoraði 25 stig og Adama Darboe skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og sendi 8 stoðsendingar.

Hjá Sindra var Gísli Þórarainn Hallsson sjóðheitur og skoraði 34 stig. Donovan Fields var líka öflugur með 24 stig.

Eftir leikinn sitja Ármenningar einir í toppsæti 1. deildar karla með 8 sigra og 1 tap. Sindri er í öðru sæti með 7 sigra og 2 töp og þar á eftir eru Hamar og ÍA með 6 sigra og 3 töp.

Staðan í deildinni

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með