136 ára afmæli Ármanns fagnað

Afmæli Glímufélagsins Ármanns var haldið sunnudaginn 15. desember, en félagið var stofnað þennan sama dag árið 1888 - fyrir 136 árum síðan. Ármann er eitt elsta virka íþróttafélag landsins og hefur í gegnum áratugina verið í fararbroddi í fjölmörgum íþróttagreinum á Íslandi.

Í tilefni dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2024 og merkjaveitingar fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Hátíðin var haldin í hátíðarsal Laugabóls, þar sem núverandi kynslóð íþróttafólks hélt á lofti hefðum félagsins um metnað, ástríðu og samfélagsanda.

Hér má sjá þá sem hlutu efnilegasta nafnbótina og þá sem sköruðu hvað mest fram úr í sinni deild:

Fimleikamaður Ármanns:

Ingunn Ragnarsdóttir

Efnilegasti fimleikamaður Ármanns:

Þorsteinn Orri Ólafsson

Frjálsíþróttamaður Ármanns:

Ingeborg Eide Garðsdóttir

Efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns:

Arnar Logi Henningsson

Judomaður Ármanns:

Karl Stefánsson

Efnilegasti judomaður Ármanns:

Eyja Viborg

Körfuknattleiksmaður Ármanns:

Arnaldur Grímsson

Efnilegasti körfuknattleiksmaður Ármanns:

Dagný Lind Stefánsdóttir

Lyftingamaður Ármanns:

Ragnar Ingi Ragnarsson

Efnilegasti lyftingamaður Ármanns:

Marcos Pérez Valencia

Sundmaður Ármanns:

Ylfa Lind Kristmannsdóttir

Efnilegasti sundmaður Ármanns:

Álfrún Lóa Jónsdóttir

Skíðamaður Ármanns:

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Taekwondomaður Ármanns:

Eyþór Atli Reynisson

Efnilegasti taekwondomaður Ármanns:

Einar Ottó Grettisson

 

Jafnframt voru valin íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasti iðkandi Ármanns.

Íþróttakarl Ármanns er Eyþór Atli Reynisson. Eyþór er einn fremsti Tae kwondo-maður Íslands og hefur á árinu 2024 sýnt frábæran árangur. Hann hefur keppt á alls 10 mótum, þar af sex erlendum mótum þar sem hann hefur mætt sterkum alþjóðlegum keppendum.

Á árinu náði Eyþór framúrskarandi árangri í mörgum keppnum. Hann vann til gullverðlauna í einstaklingsflokki á Bikarmóti 2, Íslandsmóti í Poomsae og á móti í Hollandi. Á Norðurlandamótinu hlaut hann 6. sæti í einstaklingsflokki og 2. sæti í hópaflokki. Í London Open og Danish Open komst hann upp úr undankeppnum og lenti í 9.-13. sæti í mjög sterkum keppnum.

Má nefna að hann sigraði öll Poomsae-mót sem hann tók þátt í innanlands í einstaklingskeppni. Eyþór hefur ítrekað verið valinn maður mótsins og sýnt mikla ástríðu, dugnað og einbeittan metnað í íþróttinni sinni.

Íþróttakona Ármanns er Ingunn Ragnarsdóttir fimleikakona. Ingunn Ragnarsdóttir er 20 ára og er í landsliði Íslands í hópfimleikum. Hún stundar nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og er einnig deildarstjóri Almennrar fimleikadeildar Ármanns.

Á Evrópumótinu í hópfimleikum í Baku í Azerbaijan í október 2024 náði Ingunn verulegum árangri. Þar vannst dramatískur sigur þegar liðið varð Evrópumeistarar og hlaut gullverðlaun. Eftir heimkomuna var liðið útnefnt lið ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.

Ingunn hefur áralanga reynslu í fimleikum, samtals 17 ár, þar af 13 ár í áhaldafimleikum og 4 ár í hópfimleikum. Helstu styrkir hennar eru agi, þrautseigja, jákvæðni og nákvæmni, eiginleikar sem hafa hjálpað henni að ná langt í íþróttinni þrátt fyrir erfið meiðsl.

 

Efnilegasta íþróttakona Ármanns er sundkonan Álfrún Lóa Jónsdóttir. Þessi 14 ára sundmær hefur náð frábærum árangri í fjölmörgum mótum á árinu. Hún er númer 1 í sínum árgangi á Íslandi í sex sundgreinum, þar á meðal 50, 100 og 200 m bringusundi, 100 og 200 m fjórsundi og 100 m skriðsundi. Hún er þegar í framtíðarhópi Sundsambands Íslands.

Helstu sigrar hennar á árinu eru gullverðlaun á Reykjarvíkumeistaramótinu í janúar í 50, 100 og 200 m bringusundi og 100 m fjórsundi. Á öðrum mótum á árinu, svo sem Gullmóti KR, TYR móti Fjölnis, Ásmegin mótinu, Íslandsmeistaramótinu, Lýsismóti Ármanns, Vit-Hit leikum, Aldursflokkameistaramótinu, Haustmóti Ármanns og CUBE-móti, hefur hún unnið til fjölda verðlauna í ýmsum sundgreinum.

Sérstaklega eftirtektarvert er að á Íslandsmeistaramótinu í nóvember náði hún 4. sæti í 200 m bringu, 5. sæti í 50 m bringu og 200 m fjórsundi, og 6. sæti í 100 m bringu og fjórsundi í 18 ára og yngri flokki - allt þetta á 14 ára aldri.

Efnilegasti íþróttakarl Ármanns er hinn 16 ára kraftlyftingamaður Ragnar Ingi Ragnarsson og hefur hann vakið gríðarlega athygli í kraftlyftingaheiminum á árinu 2024. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar sett ótrúlegan árangur í kraftlyftingum og öðlast nafnbótina Lyftingamaður ársins hjá Ármanni.

Ragnar hóf keppni í nóvember 2023 og hefur síðan þá sett 36 Íslandsmet, þar sem hann á nú 14 gildandi Íslandsmet í klassískum kraftlyftingum. Hann er núverandi Íslandsmeistari unglinga í -66 kg flokki og var stigahæsti keppandi í öllum unglingaflokkum á Íslandsmóti unglinga 2024.

Á árinu hefur hann unnið til verðlauna og sett met í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu í drengja-, unglinga- og opnum flokkum. Hann var valinn í unglingalandsliðið og keppti á Norðurlandamóti unglinga í Danmörku, þar sem hann bætti enn frekar við Íslandsmet sín. Ragnar er nú í 28. sæti yfir alla flokka og 18. sæti í karlaflokki, sem er afar eftirtektarvert fyrir svona ungan íþróttamann.

 

 

Úthlutað var úr Afrekssjóði Ármanns en í ár fór upphæðin upp 840.000 krónur og  voru 12 iðkendur styrktir.

Þau eru:

·                          Brynja Benediktsdóttir - Körfuknattleiksdeild

·                          Eyþór Atli Reynisson – Taekwondodeild

·                          Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – Skíðadeild

·                          Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Frjálsíþróttadeild

·                          Ingunn Ragnarsdóttir - Fimleikadeild

·                          Jón Gunnar Sigurðsson - Fimleikadeild

·                          Karl Stefánsson - Judodeild

·                          Pétur Valur Thors - Taekwondodeild

·                          Sara Mjöll Jóhannsdóttir - Skíðadeild

·                          Ylfa Lind Kristmannsdóttir - Sunddeild  

 

Merkjanefnd var að störfum og voru alls 15 manns sem átti að heiðra en ekki áttu allir heimangengt að þessu sinni en þeir verða nældir við gott tilefni.

 

 

Gullmerki:

·                          Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Frjálsíþróttadeild

·                          Ingunn Ragnarsdóttir – Fimleikadeild

·                          Helgi Briem – Lyftingadeild

 

Silfurmerki:

·                          Gestur Hreinsson – Frjálsíþróttadeild

Bronsmerki:

·                          Ylfa Lind Krismannsdóttir

·                          Dagný Jónsdóttir,

·                          Ingibjörg Arnardóttir

·                          Leo Gunnar Víðisson,

·                          Adam Elísson,

·                          Gunnlaugur Vásteinsson,

·                          María Haukdal Styrmisdóttir,

·                          Paul Masselter,

·                          Anna Jónsdóttir,

·                          Malgorzata Sambor-Zyrek

·                          Þór Curtis,

Stjórn Glímufélagsins Ármanns óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn á árinu og viðurkenningarnar. Við erum virkilega lánsöm að hafa svona mikið af frambærilegu og flottu fólki í kringum félagið okkar.

 

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með