Meistaraflokkur karla hjá Ármanni komst aftur á sigurbraut á föstudagskvöld með sannfærandi 88-98 sigri gegn Skallagrími í Borgarnesi. Leikurinn var jafn framan af, en Ármann tók völdin í seinni hálfleik og náði mikilvægum sigri í toppbaráttu 1. deildar karla.

Nýr leikmaður Ármanns, Jaxson Schuler Baker var atkvæðamestur með 25 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Arnaldur Grímsson bætti við 18 stigum og 8 fráköstum og Kristófer Breki Björginsson skoraði 16 stig og tók 5 fráköst.  Cedrick Bowen var nálægt þrennu með 9 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.

Hjá Skallagrími var Steven Luke Moyer frábær með 41 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. Jure Boban skoraði 20 stig.

Næsti leikur Ármanns verður gegn Snæfelli í Laugardalshöll næsta miðvikudag.

Staðan í deildinni

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með