
Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Vikan var góð hjá meistaraflokki kvenna. Þær unnu gífurlega mikilvægan útileik gegn KR síðasta þriðjudag og fylgdu því eftir með flottum sigri á Selfossi á föstudagskvöld í Höllinni. Þær eru því komnar í draumastöðu í fyrstu deild kvenna.
Leikurinn á þriðjudag var virkilega skemmtilegur og spennandi. Bæði lið vissu hvað var í húfi og það var mjög vel mætt á pallana í KR heimilinu. Eftir jafnan leik náði Ármann 10 stiga forystu í tvígang í seinni hálfleik en baráttuglaðar KR konur gáfust ekki upp og náðu að koma til baka. Ármann náði þó að hanga á forskotinu í lokin og landaði gífurlega mikilvægum sigri og 2ja leikja forystu á KR sem er í öðru sæti deildarinnar. Lokatölur 74-76 fyrir Ármanni.
Þessi lið hafa verið töluvert framar öðrum liðum í 1. deild kvenna í vetur og því líklegt að þarna hafi í raun verið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.
Ármann má þó ekki misstíga sig í öðrum leikjum og á föstudagskvöldið mættu þær spræku Selfossliði sem hefur átt fínt tímabil í vetur þrátt fyrir að vera að stíga sín fyrstu skref í deildinni. Leikurinn var jafn framan af en Ármann seig þó hægt og örugglega fram úr og landaði flottum sigri 86-54.
Jónína Þórdís var með þrennu, 15 stoðsendingar, 14 stig og 10 fráköst. Alarie Mayze skoraði 22 stig og tók 9 fráköst og Charlotta Ellenrieder skoraði 17 stig og tók 11 fráköst fyrir Ármann.
Hjá Selfossi var Eva Rún Dagsdóttir stigahæst með 18 stig og Valdís Una Guðmannsdóttir skoraði 17.
Stöð 2 sport gerði vel og sýndi báða þessa leiki í beinni útsendingu.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951