
Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
MÍ innanhúss í frjálsum íþróttum aðalhluti og í flokkum fatlaðra iðkenda fór fram helgina 22.-23. febrúar sl. í Laugardalshöll. Í aðalhlutanum kepptu þau Birgitta Ósk Úlfarsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Stefán Pálsson, Styrmir Tryggvason, Úlfar Jökull Egilsson, Karl Sören Theodórsson og Magnús Atlason fyrir Ármann. Birgitta bætti sig í 1500m hlaupi og Úlfar, Karl Sören og Magnús bættu sig allir í stangarstökki. Úlfar og Karl Sören deildu þar að auki 3. sæti með stökki upp á 3,83m. Stefán Pálsson bætti sig bæði í 1500m og 3000m hlaupi en það duggði ekki í verðlaunasæti. Þorsteinn náði hins vegar bronsverðlaun í 60m hlaupi þegar hann hljóp á 7,04 sek.
Ármenningar urðu Íslandsmeistarar á Íslandsmóti fatlaðra sömu helgi með 9 gull, 3 silfur og 2 brons. Þar kepptu þau Hjálmar Þórhallsson, Kristján Jónsson, Michel Thor Masselter, Victor Birgisson, Kristinn Arinbjörn Guðmundsson, Anna Karen Jafetsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir. Victor og Michel bættu sig báðir í 1500m hlaupi í sínum flokkum og Kristján bætti sig í kúluvarpi. Það sama gerðu þær Anna Karen og Ingeborg í kúluvarpi í sínum flokkum.
Bikarkeppnir FRÍ voru svo haldnar helgina á eftir, laugardaginn 1. mars, í Kaplakrika. Hér tók öflugt lið stúlkna í flokki 15 ára og yngri þátt fyrir Ármann. Þær náðu 4. sæti í fjórum af átta greinum og 3. sæti í tveimur. Í liði pilta 15 ára og yngri voru sett þónokkur persónuleg met og geta Ármenningar verið ánægðir með sinn árangur. Það sama má segja um lið Ármanns í karlaflokki sem keppti sama dag. Hér stóð þó upp úr árangur Úlfars Jökuls Egilssonar í stangarstökki þar sem hann stórbætti sig með stökk upp á 4,10m og náði 2. sæti í þeirri grein.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951