Flottur hópur Ármenninga á aldrinum 7-13 ára tóku þátt í Bónusmóti FH sem haldið var í Kaplakrika á laugardaginn 29. mars. Að vana voru mörg persónuleg met slegin en þó voru nokkrir iðkendur sem stálu senunni að þessu sinni:

Þorsteinn Ari Þórarinsson náði fyrsta sæti í 60m hlaupi (9,42 sek.), 200m hlaupi (33,29 sek.) og langstökki (3,84m) í flokki pilta 9-10 ára.

Jökull Hauksson og Helgi Björnsson voru báðir meðal þremur efstu í 60m hlaupi og langstökki 12 ára pilta. Helgi náði þar að auki 3. sæti í kúluvarpi þegar hann varpaði kúlunni 6,33m. 

Hjá stúlkunum skiptu Ragna Tryggvadóttir, Guðrún Lind Garðarsdóttir, Aría Bergmann Hauksdóttir og Inga Þóra Gylfadóttir með sér efstu fjórum sætum í bæði 60m hlaupi og langstökki í 12 ára flokki. Ragna var í 1. sæti í báðum greinum - hún hljóp 60m á 9,20 sek. og stökk 4,02m í langstökki.

Ylfa Salóme Juto tók svo 1. sætið í kúluvarpi 12 ára stúlkna þegar hún varpaði kúlunni 8,65m.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með