
Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Hópur Ármenninga keppti í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Egilsstöðum helgina 1.-3. ágúst. Öll náðu góðum árangri og bættu persónulegan árangur og nokkur komust á pall.
Halldór Kosse Ange Tryggvason náði 1. sæti í 100m hlaupi 13 ára pilta þegar hann hljóp á 13,25 sek. Hann náði einnig 1. sæti í langstökki í sínum flokki með stökk upp á 5,02m.
Herdís Askja Hermannsdóttir bætti sig verulega í kringlukasti og tók 1. sætið í flokki 14 ára stúlkna með kast upp á 40,09m. Sigrún Lind Garðarsdóttir keppti í sama flokki og náði 1. sæti í langstökki (4,98m) og í þrístökki (10,31m). Hún náði að auki 3. sæti í 100m hlaupi og hástökki í sínum flokki.
Helgi Björnsson tók 1. sætið í langstökki pilta 12 ára með stökk upp á 4,63m. Hann varð að auki í 2. sæti í 60m hlaupi og í 3. sæti í hástökki í sínum flokki.
Styrmir Tryggvason náði 2. sæti í hástökki í flokki 16-17 ára pilta. Hann stökk 1,71m. Karl Sören Theodórsson keppti í sama flokki og náði þar 3. sæti í þrístökki með 10,71m.
Laufey Lilja Leifsdóttir, Edith Anna Theodórsdóttir og Urður Úranía Óskarsdóttir bættu sig allar í nokkrum greinum og til gamans má geta að þær, ásamt Sigrúnu Lind og Herdísi Öskju, unnu til verðlauna í grasblaki þar sem þær lentu í 2. sæti :-)
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951