Tveir efnilegir stangarstökkvarar frá Ármanni tóku þátt í metnaðarfullu námskeiði á vegum FRÍ sem haldið var í Laugardalshöll helgina 7.-9. nóvember. Leiðbeinandi á námskeiðinu var franski þjálfarinn Yoann Rouzières. Á vef FRÍ má lesa að Yoann er fyrrum stangarstökkvari sem keppti fyrir unglingalandslið Frakklands í stangarstökki og í dag er hann leiðtogi norska unglingalandsliðsins í greininni. Að sögn Yoann var frábært að sjá hversu einbeittir og áhugasamir íslenskir iðkendur og þjálfarar eru um að þróa greinina enn frekar. Yoann er mjög bjartsýnn varðandi framtíð stangarstökks á Íslandi og sér tækifæri til framþróunar í greininni og mikinn metnað meðal bæði þjálfara og íþróttamanna.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með