
Glímufélagið Ármann
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951
Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Laugardalshöll helgina 17.-18. janúar. Ármenningar voru skráðir í samtals 75 greinum og áttu því góða möguleika á að bæta sig og komast á pall sem þeir nýttu vel.
Öflug hlaupaþjálfun vetrarins skilaði sér meðal annars í 1. sæti í 4x400m boðhlaupi í blönduðum flokki, 2. sæti í 4x200m boðhlaupi í flokki 16-17 ára pilta og 3. sæti í 4x200m boðhlaupi í flokki 18-19 ára stúlkna. Þar að auki náði Tómas Orri Gíslason 1. sæti í 400m hlaupi í flokki 20-22 ára pilta (50,81s PB), Jörundur Þór Hákonarson 2. sæti í 60m grindahlaupi í flokki 16-17 ára pilta (8,77s PB) og Edith Anna Theodórsdóttir 2. sæti í 60m grindahlaupi 15 ára stúlkna (10,01s PB).
Öflugur hópur stangarstökkvara Ármanns stóð sig líka vel á mótinu. Eyrún Arna Höskuldsdóttir bætti sig þegar hún stökk 3,00m og varð þar með í 1. sæti í flokki 16-17 ára stúlkna. Úlfar Jökull Eyjólfsson bætti sig sömuleiðis og tók 1. sætið í flokki 18-19 ára pilta þegar hann stökk 4,60m. Edith Anna Theodórsdóttir varð svo í 1. sæti í flokki 15 ára stúlkna með stökk upp á 2,70m.
Að lokum má nefna Sigrúnu Lind Garðarsdóttur sem varð í 1. sæti í þrístökki í flokki 15 ára stúlkna (10,30m PB) og Úlfur Martino Solimene sem varð í 2. sæti í hástökki 15 ára pilta (1,60m PB).
Sjá má fleiri myndir frá mótinu hér.
Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400
Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951