Linda Heiðarsdóttir, sem var 9. besti maraþonhlaupari Íslands í kvennaflokki árið 2025 (sjá https://hlaup.is/hlaup-a-islandi/arsbesta/?distance=42195&&sex=1), og Álfrún Tryggvadóttir, 11. best íslenskra kvenna í maraþoni 2025, hafa gengið til liðs við Ármann og styrkja þar með ört vaxandi hóp millivegalengda- og langhlaupara hjá félaginu. 
 
Linda varð Íslandsmeistari í maraþoni 2024 og bætti sig úr 3:25 klst. í Reykjavíkurmaraþoni árið 2024 niður í 3:12:02 klst. í Valenciamaraþoninu í desember 2025. 
Álfrún hljóp á 3:24:20 klst. í París árið 2024 og bætti sig í 3:17:52 klst. í Valencia árið 2025. 
 
Linda og Álfrún halda einnig úti hlaðvarpi sem heitir tvær á báti. Þar ræða þær um hlaup, lífið og fá góða gesti í heimsókn.
 
Við bjóðum Lindu og Álfrúnu innilega velkomnar í Ármann!
Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með