Nýtt og spennandi verkefni hjá félaginu.

Markmið hópsins er að styðja betur við bakið á íþróttafólkinu okkar og hjálpa því að komast eins langt og það vill ná. Hópurinn mun veita stuðning, fræðslu, aðgang að sérhæfðum þjálfurum og hópefli þvert á íþróttagreinar.

Hvað er Afrekshópurinn?

Afrekshópur Ármanns er þrepaskiptur hópur með öllu besta íþróttafólki félagsins sem er að fara af stað haustið 2022.

Hann skiptist í Gull, Silfur og Brons hóp.

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud Íslandsmethafi í spjótkasti, þrefaldur Ólympíufari og Ármenningur mun hafa yfirumsjón með hópnum.

Í Brons hópnum er allt íþróttafólk í félaginu 12 ára og eldri

Í Silfur hópnum er það íþróttafólk sem hefur verið valið í framtíðarhópa, afreksúrtak eða unglingalandslið viðkomandi sérsambands.

Í Gull hópnum er afreksfólkið okkar sem komið er í A landslið í sinni íþrótt.

Hvað er í boði?

Afrekshópurinn er glænýtt verkefni sem við munum halda áfram að þróa en stefnan er að byrja svona í vetur:

Öllum hópnum verður boðið uppá fræðslufyrirlestra mánaðarlega í vetur. Í fyrirlestrunum verða tekin fyrir hin ýmsu efni sem hjálpa okkur að verða enn betra íþróttafólk.

Silfur og Gull hópunum verður auk þess boðið uppá vinnufundi þar sem við köfum enn dýpra í þessi efni og í hóptíma hjá sérhæfðum þjálfurum innan deildarinnar.

Gull hópnum verður einnig boðið uppá ráðgjafartíma hjá Ásdísi eftir þörfum, hún verður í sambandi við þau persónulega til þess að athuga hvernig gengur og ef áhugi er fyrir munum við hafa námskeið til að aðstoða við að sækja um styrki.

Skráning

Ef einhver sér þetta ekki inn á Sportabler, vinsamlegast hafið samband við Eið Ottó Bjarnason, íþróttafulltrúa Ármanns eidur@armenningar.is

Stefnt er að halda fyrsta fyrirlesturinn á miðvikudag 21. september nk.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með