Hún Hekla Guðmundsdóttir ætlar að koma til okkar og vera með Bandvefslosun/Body Reroll miðvikudaginn 28. september kl. 17:00

Bandvefslosun/Body Reroll er æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksmanna í íþróttum. 

Við hvetjum alla til að mæta. Þeir sem eru þegar búnir að greiða æfingargjöld fá frítt, en við biðjum þá að merkja við mætingu í Sportabler.

Aðrir þurfa að skrá sig og greiða sérstaklega fyrir þennan staka tíma. Skráning á https://www.sportabler.com/shop/armann/taekwondo

Hún Hekla heldur úti síðunni bandvefslosun.is þar og á Instagram @bandvefslosun er hægt að skoða æfingarnar og boltana sem eru notaðir. Þeir sem vilja versla bolta fyrir tímann fá sérstakt tilboð.

2 minni saman í neti og 5 cm bolti 6.200kr.

2 minni saman í neti og blöðrubolti 6.200 kr.

2 minni og 2 stærri og netin til að halda þeim saman og blöðrubolti 12.500 kr.

2 minni og netið, 1 stór og blöðrubolti 11.250 kr. 

Allar aðrar vörur verða með 15% afslætti. 

Sendið skilaboð á okkur ef þið viljið versla bolta fyrir tímann. En hún mætir einnig með bolta sem hægt verður að nota í tímanum. Ef þið eigið svona bolta þá endilega koma með í tímann.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með