Laugardaginn 29. október héldum við Hrekkjavökumót Ármanns í Taekwondo og var KR boðið að vera með. Keppendur máttu mæta og keppa í búning. 

Keppnisfyrirkomulag var einfalt. Í formum máttu allir keppendur ráða hvaða form þeir gerðu og svo var raðað í flokka eftir aldri og styrkleika. Tveir og tveir komu fram í einu og framkvæmdu sín form og notuðu dómarar flögg til að dæma um hver sigurvegarinn væri.

Það var gaman að sjá hinar ýmsu fígúrur etja kappi hvor við aðra og auðviða allir vinir þegar keppni lauk. Við stefnum auðviða á að endurtaka leikinn að ári. 

Myndir frá mótinu eru á Facebook síðu deildarinnar.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með