Kristján Viggó, hástökkvari, byrjaði frjálsíþróttaferil sinn hjá Ármanni en æfir nú hjá einum besta hástökksþjálfara Bandaríkjanna á meðan hann stundar nám í viðskiptafræði við University of Arizona.

Kristján Viggó á öll Íslandsmet sem skráð eru í hástökki í aldursflokkum 11-15 ára, hann hefur jafnað metið utanhúss í flokknum 16-17 ára og bætti metið innanhúss í sama flokki árið 2020 í 2,15m. Sama ár náði hann 2. sæti á NM fullorðinna í Helsinki. Í febrúar í ár stökk hann 2,20m og þar með er hann búinn að ná lágmarki fyrir EM U23 sem fram fer í Finnlandi næsta sumar.

Kristján Viggó er einstakt efni í hástökkvara á heimsmælikvarða.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með