Frjálsíþróttakappar úr Ármanni stóðu sig vel á Silfurleikum ÍR sem haldnir voru í Laugardalshöllinni á laugardaginn var, 19. nóvember. Margir náðu að bæta sínum persónulega árangri í hinum ýmsu greinum og nokkrir lentu á meðal efstu þremur í sínum aldursflokki.

Móeiður Örnudóttir Dagsdóttir, 11 ára, náði 1. sæti í langstökki í sínum flokki þegar hún stökk 3,98m og var það líka nýtt persónulegt met hjá henni.

Þórdís Melsted, líka 11 ára, kastaði 7,93m í kúluvarpi sem var persónulegt met og skilaði henni 1. sæti í aldursflokknum.

Einnig má nefna Ásu Gunnþórunni Flókadóttur, 15 ára, sem náði 2. sæti í 200m hlaupi og þrístökki og 3. sæti í 60m hlaupi í sínum aldursflokki.

Sjá fleiri myndir frá mótinu á Facebook-síðu Ármanns.

 

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með