Afmæli Glímufélagsins Ármanns var haldið sunnudaginn 11.desember en Ármann verður 134 ára þann 15.desember næstkomandi. Í tilefni dagsins voru veittar veittar viðurkenningar fyrir góðum árangri á árinu 2022 og merkjaveitingar fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Hér má sjá þá sem hlutu nafnbótinu efnilegasta og þá sem sköruðu hvað mest fram úr í sinni deild:

Fimleikamaður Ármanns:

Jón Sigurður Gunnarsson

Efnilegasti fimleikamaður Ármanns:

Iðunn Embla Njálsdóttir

Frjálsíþróttamaður Ármanns:

Kristján Viggó Sigfinnsson

Efnilegasti frjálsíþróttamaður Ármanns:

Thomas Ari Arnarsson

Judomaður Ármanns:

Karl Stefánsson

Efnilegasti judomaður Ármanns:

Eyja Viborg

Körfuknattleiksmaður Ármanns:

Jónína Þórdís Karlsdóttir

Efnilegasti körfuknattleiksmaður Ármanns:

Lilja Skarpaas Þórólfsdóttir

Kraftlyftingamaður Ármanns:

Júlían J.K. Jóhannsdóttir

Efnilegasti kraftlyftingamaður Ármanns:

Logi Snær Gunnarsson

Sundmaður Ármanns:

Ylfa Lind Kristmannsdóttir

Efnilegasti sundmaður Ármanns:

Sigurður Haukur Birgisson

Skíðamaður Ármanns:

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Taekwondomaður Ármanns:

Eyþór Atli Reynisson

Efnilegasti taekwondomaður Ármanns:

Pétur Valur Thors

Jafnfram voru valin íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasta stúlka og drengur Ármanns.

Íþróttakarl Ármanns er fimleikamaðurinn Jón Sigurður Gunnarsson. Nonni eins og hann er kallaður hefur æft fimleika hjá Ármanni í 25 ár og meðal fremstu fimleikamönnum þjóðarinnar síðastliðin 15 ár. Hann hefur einbeitt sér af hringjum á síðustu árum og hefur verið kallaður „lord of the ring“ hérna heima. Hann var einn íslendinga sem keppti á Heimsbikarmótarröð alþjóðafimleikasambandsins en á því móti er besta fimleikafólk heims. Lagt var á stað í þessa vegferð í Cottbus í Þýskalandi og lenti hann þar í 15.sæti, því næst var farið á Doha í Katar en þar náði hann 13.sæti og lokamótið var í Kaíro í Egyptalandi en varð hann í 20.sæti. Hann fór á tvö mót í Frakklandi,  Championnat Régional en þar stóð hann upp sem sigurvegari í hringjum og svo Championnats du France þar sem hann varð í 7.sæti. Hér heima varð hann íslandsmeistari í hringjum. Hann er mikil fyrirmynd fyrir annað fimleikafólk en hann mætir alltaf brosandi inn í sal og tilbúin að gefa af sér til yngri iðkenda félagsins og gengur inn í ýmis hlutverk hjá fimleikadeildinni.

Íþróttakona Ármanns er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir skíðakona. Hún A-landsliðskona í alpagreinum og hefur æft skíði síðan hún var 4 ára gömul. Keppnistímabilið hófst í nóvember 2021 og því lauk í lok apríl 2022, á þessu tímabili keppti Hófí á 43 alþjóðlegum mótum í öllum greinum skíðaíþróttarinnar. Hún vann risasvig í Vald Isere þar sem hún skoraði 47.87 punkta sem var mikil bæting og er hún sem stendur í 185 sæti á heimslistanum í risasvigi. Hún varð oft í 2.-5. sæti á sterkum alþjóðlegum mótum. Hún fór á Ólympíuleikana í Beijing og stóð sig mjög vel, endaði í 32 sæti í risasvigi og 38 sæti í svigi  af 88 keppendum og var félagi og þjóð til sóma. Á Íslandi keppti Hófí á landsmótinu á Dalvík og fór þaðan sem þrefaldur Íslandsmeistari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Hófí er frábær íþróttakona og fyrirmynd sem er með skýr markmið um það hvert hana langar að fara og hvernig hún ætlar að gera það. Þegar hún er á landinu er hún alltaf sýnileg og tilbúin að gefa af sér til yngri iðkenda.

Í ár var breyting á vali efnilegasta íþróttamanns Ármanns en ákveðið hefur verið að velja efnilegstu stúlkuna og efnilegastadrenginn.

Efnilegasti drengur Ármanns er frjálsíþróttamaðurinn Thomar Ari Arnarsson. Hann er afar fjölhæfur íþróttamaður en á árinu varð hann nífaldur Íslandsmeistari innanhús 15 ára pilta. Einnig varð hann nífaldur Íslandsmeistari utanhúss í flokki 15 ára pilta, auk þess náði hann silfurverðlaunum í þremur öðrum greinum á mótinu. Thomas Ari varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára pilta á meistaramóti í fjölþraut innanhús en auk þess setti hann aldursflokkamet í þrautinni sem árangri sínum. Það má því með sanni segja að Thomas eigi frábært ár að baki og verður virkilega spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.

Efnilegasta stúlka Ármann er sundkonan Ylfa Lind Kristmannsdóttir. Þessi unga og efnilega sundkona er ein af efnilegustu sundkonum á Íslandi í sínum aldurshóp. Á árinu náði Ylfa lágmörkum í fjölmörgum greinum í framtíðarhóp Sundsambands Íslands og tók þátt í mörgum verkefnum fyrir Íslands hönd á vegum Sundsambands Íslands. Ylfa er búin að setja ótal Ármannsmet og margbæta Íslandsmetin sín á árinu í sínum aldursflokki og á í dag Íslandsmet í 50 m baksundi, 50 m og 100 m flugsundi í 13-14 ára flokki. Á Reykjavík International Games hafnaði Ylfa í 3 sæti í opnum flokki (fullorðnir) í 50m flugsundi og tvíbætti Íslandsmetið í sínum aldurflokki. Á mótinu synti hún til úrslita í öllum sínum greinum og hafnaði í 4. sæti í 50 og 100 m skriðsundi í opnum flokki. Í unglingaflokki var hún í 1. sæti í 50, 100 og 200 m skriðsundi og 50 m flugsundi. Hún var stigahæsta telpan (14 ára og yngri) á mótinu og tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandameistaramóti unglinga sem var haldið í Eistlandi í sumar. Hægt er að telja margt upp hjá þessari efnilegu ungu stúlku. Hún á frábært ár að baki og verður virkilega spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.

 

Úthlutað var úr Afrekssjóði Ármanns en í ár fór upphæðin upp 930.000 krónur og  voru 13 iðkendur styrktir.

Þau eru:

·        Alex Cambray Orrason - Kraftlyftingadeild

·        Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson – Frjálsíþróttadeild

·        Hjördís Birna Ingvadóttir - Skíðadeild

·        Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíðadeild

·        Jón Gunnar Sigurðsson - Fimleikadeild

·        Júlían J.K. Jóhannsson - Kraftlyftingadeild

·        Karl Stefánsson - Judodeild

·        Kristján Viggó Sigfinnsson - Frjálsíþróttadeild

·        Óliver Máni Samúelsson - Frjálsíþróttadeild

·        Sara Mjöll Jóhannsdóttir - Skíðadeild

·        Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir - Fimleikadeild

·        Sævar Loc Ba Huynh - Körfuknattleiksdeild

·        Trausti Þór Þorsteins - Frjálsíþróttadeild

·        Ylfa Lind Kristmannsdóttir - Sunddeild  

 

Merkjanefnd var að störfum og voru alls 12 manns sem átti að heiðra en ekki áttu allir heimangengt að þessu sinni en þeir verða nældir við gott tilefni.

Gullmerki:

·        Þorbjörg Gísladóttir – Fimleikadeild

·        Sæunn Svanhvít Viggósdóttir – Fimleikadeild

·        Þórir Arnar Garðarsson – Fimleikadeild

Silfurmerki:

·        Kristján Þór Hallbjörnsson – Frjálsíþróttadeild

·        Gestur Hreinsson – Frjálsíþróttadeild

·        Dagbjartur Dagbjartsson – Glímufélagið Ármann

·        Yuriy Shalimov – Fimleikadeild

·        Sara Huld Örlygsdóttir - Fimleikadeild

Bronsmerki:

·        Auðunn Elíson - Frjálsíþróttadeild

·        Malgorzata Sambor-Zyrek – Frjálsíþróttadeild

·        Arndís Birna Jóhannesdóttir – Skíðadeild

·        Eyþór Atli Reynisson – Taekwondodeild

 

Stjórn Glíumufélagsins Ármanns óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn á árinu og viðurkenningarnar. Við erum virklega lánssöm að hafa svona mikið frambærilegu og flottu fólki í kringum félagið okkar.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með