Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir, formaður stjórnar taekwondodeildar Ármanns og gjaldkeri Glímufélagsins Ármanns, lést síðastliðinn föstudag aðeins 51 árs að aldri. Inga hefur til fjölmargra ára verið helsti drifkrafturinn í starfi og stjórnun deildarinnar, eða allt frá því að sonur hennar, Eyþór Atli, tók sín fyrstu spor í íþróttinni 5 ára gamall. Inga var einstök manneskja sem lagði mikið af mörkum bæði til taekwondodeildar Ármanns og taekwondo íþróttarinnar á Íslandi. Við syrgjum góða vinkonu og samstarfsfélaga og sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Eyþórs Atla og fjölskyldunnar og annarra aðstandenda.

Stjórn taekwondodeildar Ármanns

Aðalstjórn Glímufélagsins Ármanns

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með