Hólmfríður Dóra var valin skíðakona ársins hjá Skíðasambandi Íslands en hún keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Peking í febrúar og var landi og þjóð til sóma. Þar náði hún 32. sæti í risasvigi og stórbætti stöðu sína á heimslista. Hún náði einnig 38. sæti í svigi af 88 keppendum sem hófu keppni. 

Hólmfríður varð þrefaldur Íslandsmeistari á Skíðamóti Íslands í mars. Hún náði fjórum sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum erlendis og var 12 sinnum meðal 5 bestu í svigi, stórsvigi, risavsigi, bruni og alpatvíkeppni. Hólmfríður sigraði belgíska meistaramótið í risasvigi, sem fram fór í Val d‘lsere í apríl, og er meðal 200 bestu skíðakvenna í risasvigi í heiminum í dag. Í ágúst síðastliðnum keppti Hólmfríður í Nýja Sjálandi og náði þar 74 stigum í álfubikarkeppni en hún endaði í 5. sæti í risasvigi og 9. sæti í stórsvigi.

Hólmfríður var í desember meðal þeirra sem tilnefndar voru til íþróttakonu Reykjavíkur og valin Íþróttakona Ármanns árið 2022.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með