Um síðastliðna helgi var Belgian Open haldið í Tongeren Belgiu en þangað fór hópur Íslendinga frá Ármanni, Aftureldingu, ÍR og Keflavík til að keppa bæði í poomse og sparring.

Pétur Valur var keppandi Ármanns í þessari ferð og keppti hann í þremur keppnisflokkum. Í einstaklings poomse fékk hann silfurverðlaun og einnig fengu Pétur og Aþena Kolbeins úr Aftureldingu silfur í para poomse. Pétur keppti jafnframt í hópa poomse ásamt Sigurjóni og Adrian úr Aftureldingu en þeir komust ekki á pall að þessu sinni.

Íslenski hópurinn

Þetta er annað erlenda mótið sem Pétur Valur tekur þátt í með glæsilegum árangri.

Til baka
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með