Kraftlyftingar
kraft
Kraftlyftingalið Ármanns, einir 10 keppendur, átti góðan dag á Íslandsmótum í klassískum og útbúnum kraftlyftingum í Reykjanesbæ á laugardaginn.

María Guðsteinsdóttir

keppti í -57kg flokki í útbúnaði. Hún tók 122.5-80-157.5=360 og klikkaði naumlega á 169kg í réttstöðu. Allar lyftur voru met í M2 flokki kvenna. Gull.

Arna Ösp Gunnarsdóttir

keppti í -63kg flokki í klassískum. Hún endaði í 142.5-85-180=407.5. Hnébeygja og réttstaða eru Íslandsmet og réttstaðan mjög létt. Er stutt í tvistinn? Gull.

Júlían J.K. Jóhannsson var rosalegur á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í Halmstad í Svíþjóð á sunnudaginn. Júlían bætti heimsmet í réttstöðulyftu ekki einu sinni heldur tvisvar.

Julian

Mynd/kraft.is

Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni 29. janúar en keppt var í klassískum kraftlyftingum (án búnaðar). Sterkustu Íslendingarnir mættu þar kraftlyftingafólki á heimsmælikvarða, því hvorki meira né minna en þrír heimsmethafar mættu til leiks í kvennaflokki. Ármenningurinn Júlían J. K. Jóhannsson var meðal keppenda og ljóst var að hann yrði í baráttunni um toppsætin, ásamt Finnanum Sami Nieminen og Viktori Samúelssyni. Fóru leikar svo að Júlían varð annar á stigum á eftir Sami og hlaut silfurverðlaun en Viktor hafnaði í þriðja sæti. Júlían byrjaði á því að bæta sinn persónulega árangur í hnébeygju en þurfti að lyfta undir getu í bekkpressunni, vegna tognunar á brjóstvöðva. Rúsínan í pylsuendanum var svo síðasta lyfta mótsins, þegar Júlían setti Evrópumet fullorðinna í réttstöðu með 365 kg lyftu.
Í kvennaflokki sigraði Kimberly Walford frá Bandaríkjunum en hún bætti jafnframt eigið heimsmet í réttstöðu. Joy Naamani og Jennifer Thompson áttu einnig frá bæran keppnisdag og settu líka heimsmet, í réttstöðu og bekkpressu. Það var því sannkallað heims- og Evrópumetaregn hjá kraftlyftingafólkinu í höllinni.

Hér má sjá metalyftuna: Evrópumet Júlíans
Aðalfundur Kraftlyftingadeildar verður haldinn í Laugabóli, félagsheimili Ármanns, kl. 20:00, mánudaginn 2. mars. 2020.

Dagskrá fundar:
- Skýrsla formanns
- Reikningar félagsins
- Ákvörðun æfingagjalda
- Áætlanir fyrir 2020
- Kjör stjórnar
- Önnur mál


Við hvetjum alla félaga til að koma og skipta sér af rekstri félagsins.

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son vann til gull­verðlauna í rétt­stöðulyftu og bronsverðlauna í sam­an­lögðum ár­angri í +120 kg flokki á heims­meist­ara­mót­inu í kraft­lyft­ing­um sem haldið var í Pil­sen í Tékklandi um helg­ina.

Julian 1011909 667586916586812 379764258 n

Julian apalli DL HM Nov 2016 924168

Júlían JK Jóhannsson, sem varð heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum fyrr á árinu, keppti í nóv. á sínu fyrsta fullorðinsmóti, HM í opnum flokki í Orlandi í Florida.

Júlían hafnaði í 5. sæti eftir smábasl í hnébeygju og bekkpressu þar sem hann var þó nærri sínu besta,en sigraði svo glæsilega í réttstöðulyftu á nýju Evrópumeti unglinga, 380kg og átti mjög góða tilraun við heimsmet, 390kg.