Kraftlyftingar
kraft
Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni 29. janúar en keppt var í klassískum kraftlyftingum (án búnaðar). Sterkustu Íslendingarnir mættu þar kraftlyftingafólki á heimsmælikvarða, því hvorki meira né minna en þrír heimsmethafar mættu til leiks í kvennaflokki. Ármenningurinn Júlían J. K. Jóhannsson var meðal keppenda og ljóst var að hann yrði í baráttunni um toppsætin, ásamt Finnanum Sami Nieminen og Viktori Samúelssyni. Fóru leikar svo að Júlían varð annar á stigum á eftir Sami og hlaut silfurverðlaun en Viktor hafnaði í þriðja sæti. Júlían byrjaði á því að bæta sinn persónulega árangur í hnébeygju en þurfti að lyfta undir getu í bekkpressunni, vegna tognunar á brjóstvöðva. Rúsínan í pylsuendanum var svo síðasta lyfta mótsins, þegar Júlían setti Evrópumet fullorðinna í réttstöðu með 365 kg lyftu.
Í kvennaflokki sigraði Kimberly Walford frá Bandaríkjunum en hún bætti jafnframt eigið heimsmet í réttstöðu. Joy Naamani og Jennifer Thompson áttu einnig frá bæran keppnisdag og settu líka heimsmet, í réttstöðu og bekkpressu. Það var því sannkallað heims- og Evrópumetaregn hjá kraftlyftingafólkinu í höllinni.

Hér má sjá metalyftuna: Evrópumet Júlíans