Æfingagjöld
Allar æfingar eru fyrir bæði kyn.


Börn 6-8 ára byrjendur – Gulur hópur
Aldursbil: 6-9 ára
Beltagráða: Byrjendur upp í appelsínugult belti.
Æfingar: Tvisvar sinnum í viku – klukkutíma í senn
Æfingagjöld: 26.500
Foreldrar athugið:  Drekarnir æfa alltaf á sama tíma og yngstu byrjendurnir.  Því er upplagt fyrir ykkur að koma og æfa um leið og krakkarnir.

Framhaldshópur og byrjendur 9-12 ára  – Blár hópur
Aldursbil: 9-12 ára
Beltagráða: Byrjendur upp í rautt belti.
Æfingar: Þrisvar sinnum í viku – klukkutíma í senn.
Æfingagjöld: 36.500

Byrjendur 13 ára og eldri – Grænn hópur
Aldursbil: 13 ára og eldri.
Beltagráða: Byrjendur og upp
Æfingar: Þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Æfingagjöld: 38.500

Meistaraflokkar Ármanns – Rauður hópur
Aldursbil: 13 ára og eldri.
Beltagráða: Rautt belti og uppúr
Aldursbil: 13 ára rautt belti og uppúr.
Æfingar: Fimm sinnum í viku með ýmsum valmöguleikum.
Æfingagjöld: 40.500

10 tíma klippikort
Langar þig að prófa Taekwondo en getur ekki mætt alla önnina? Ertu í öðru félagi og langar að prófa að æfa með Ármenningum öðru hvoru?
Verð 10.000 (gildir ekki í krílatímana)

Æfingagjöld eru birt með fyrirvara um breytingar

Hægt er að prófa frítt í viku. Eftir það þarf að skrá sig og greiða æfingagjöld. Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
Hérna má sjá leiðbeiningar hvernig skráning fer fram.

Á skráningarsíðunni er hægt að skipta greiðslum ef greitt er með kreditkorti eða fá sendan greiðsluseðil í netbanka.
Einnig er hægt er að leggja beint inn á bankareikning félagsins.  Setja skal kennitölu iðkanda sem skýringu og tilkynningu um millifærslu á netfangið:

taekwondo@armenningar.is.  Mjög mikilvægt er að þetta sé gert.
Reikn.: 0303-26-6305
Kt.: 630502-2840

Munið eftir frístundakortunum! Sjá nánar hér.

Fjölskylduafsláttur: Ef fleiri en einn úr fjölskyldunni æfir Taekwondo hjá Ármanni er veittur stigvaxandi afsláttur. 
20% afsláttur reiknast á lægra æfingagjald ef tveir æfa hjá okkur.Þriðji úr fjölskyldunni fær 30% afslátt, sá fjórði 40% afslátt, fimmti og fleiri fá 50% afslátt.
Hæsti afsláttur reiknast ávallt af lægsta æfingagjaldi og svo koll af kolli.

Afslátturinn nýtist hvort sem um er að ræða systkini eða foreldra og börn á þeirra framfæri.

Senda má fyrirspurnir á stjórnina á netfangið taekwondo@armenningar.is. Reynt er að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings.
Glímufélagið Ármann

Íþróttamiðstöðin Laugaból
Engjavegur 7, 104 Reykjavík
armann@armenningar.is
Sími: 412 7400

Kennitala: 420169-0359
VSK Númer: 22951

Flýtileiðir
Félagið
Fylgstu með
.uk-breadcrumb > li > span {color: #fff!important;}